Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Þunnskipað Akureyrarlið engin mótstaða fyrir Val - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Akureyri átti erfitt verkefni í dag



29. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Þunnskipað Akureyrarlið engin mótstaða fyrir Val

Akureyri mætti lemstrað til leiks í Vodafone höllina að Hlíðarenda þar sem meistarakandídatarnir í Val biðu eftir okkar mönnum. Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum enda höfðu bæði lið verið á góðu skriði. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur þar sem Valsmenn leiddu tóku heimamenn öll völd á vellinum og keyrðu gjörsamlega yfir Akureyringa.

Valsmenn leiddu 7-5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður en þá hrökk allt í baklás hjá Akureyri, sóknarleikurinn missti algjörlega marks og lið Vals keyrði hratt til baka og refsaði með hraðaupphlaupum sem og seinni bylgju. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 17-8 fyrir Val og öll spenna horfin útum gluggann. Varnarleikur Akureyrar var fínn þegar liðið náði að stilla upp, hinsvegar var engin markvarsla fyrir aftan vörnina en Tomas Olason var með 2 skot varin í fyrri hálfleik og Bjarki Símonarson náði ekki að verja skot þegar hann fékk tækifærið.

Síðari hálfleikur var í raun bara formsatriði enda var ekkert í spilunum að Akureyri gæti snúið leiknum við. Valsliðið hélt áfram að keyra á okkar menn og forskotið jókst jafnt og þétt. Þá var Stephen Nielsen gjörsamlega magnaður í markinu hjá þeim. Sóknarleikurinn var áfram erfiður enda mæddi mikið á þeim fáu sem gátu spilað og þurftu margir að spila útúr stöðu eða í gegnum meiðsli.

Lokatölur voru 30-17 fyrir Hlíðarendapilta og er þessi niðurstaða jöfnun á tveimur metum fyrir Akureyrarliðið. Stærsta tap félagsins sem og fæst mörk skoruð í leik.

Það er svo sem óréttlátt að vera of harðorður í garð Akureyrarliðsins enda er um þriðjungur liðsins alveg frá vegna meiðsla og annar þriðjungur er að spila í gegnum meiðsli. Valsliðið er líklegast besta liðið á landinu en engu að síður var sárt að horfa upp á þessa rassskellingu.

Nú þarf hinsvegar bara að rífa sig upp aftur og gleyma þessum leik, það er vika í næsta leik sem er útileikur gegn ÍBV. Vonandi verða menn orðnir klárari í slaginn þegar kemur að þeim leik enda er erfitt að hala inn stigum þegar staðan á mannskapnum er eins og hún hefur verið í síðustu tveimur leikjum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson