Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Jón Heiðar snýr aftur!1. desember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarJón Heiðar kallaður til baka úr láni - með gegn ÍBV Mikil meiðsli hafa hrjáð leikmannahóp Akureyrar Handboltafélags að undanförnu. Nú hefur verið brugðið á það ráð að kalla Jón Heiðar Sigurðsson til baka úr láni en Jón Heiðar hefur verið að spila með liði Hamranna í 1. deildinni að undanförnu. Það er ljóst að fyrsti leikur Jóns Heiðars með Akureyri eftir lánsdvölina verður gegn Íslandsmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag og verður gaman að sjá drenginn aftur í svörtu Akureyrartreyjunni. Velkominn aftur Jón Heiðar! Þess má geta að Jón Heiðar var búinn að spila glimrandi vel fyrir Hamrana þennan stutta tíma sem hann fékk með liðinu en hann lék 4 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim 27 mörk, geri aðrir betur! Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook