Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sverre verður áfram í höfuðstað Norðurlands3. desember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarSverre neitaði Lemgo, verður áfram á Akureyri Hið fornfræga Þýska lið TBV Lemgo hefur á undanförnum dögum gengið á eftir Sverre Andreas Jakobssyni og reynt að lokka hann til liðsins. Lemgo er í miklum vandræðum í Þýsku Bundesligunni og vermir þar botnsætið. Sverre hafa verið boðin nokkur tilboð en hann hefur nú afþakkað þau öll og verður áfram í herbúðum Akureyrar. Sverre er lykilleikmaður hjá okkur sem og hann gegnir starfi aðstoðarþjálfara með Atla Hilmarssyni. Sverre er einnig kominn með góða vinnu meðfram handboltanum sem erfitt er að yfirgefa. Ekki nóg með það þá hefur fjölskylda hans komið sér vel fyrir hér fyrir norðan. Í samtali við Akureyri.net segir Sverre að hann vilji standa við sínar skuldbindingar hér á Akureyri sem er virðingarvert og við erum í skýjunum með að hafa Sverre hjá okkur. Einnig segir Sverre að hann vilji enda ferilinn á sama stað og hann hófst, en eins og flestir ættu að vita kom Sverre upp úr yngriflokka starfi KA og lék með KA liðinu hér á árum áður. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook