 Brynjar verður lengur frá en menn vonuðust til
| | 3. desember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarBrynjar úlnliðsbrotinn, líklega ekki meira meðHin unga og efnilega skytta, Brynjar Hólm Grétarsson, er brotinn á úlnlið og leikur líklega ekki meira á tímabilinu samkvæmt fyrstu upplýsingum. Brynjar meiddist í leik gegn Haukum þann 17. nóvember eins og reyndar fleiri leikmenn Akureyrar.
Í fyrstu var ekki talið að meiðslin væru mjög alvarleg en Brynjar hefur ekki spilað í síðustu tveimur leikjum liðsins. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að hann er úlnliðsbrotinn og verður lengi frá.
Brynjar var kominn með 22 mörk fyrir Akureyrarliðið í vetur í 9 leikjum. |