Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Frábær handboltamaður, Heimir Örn18. desember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarHeimir Örn Árnason í nærmynd hjá Akureyri.net Þá er komið að síðasta leikdegi hjá Akureyri handboltafélag í bili og ekki leikið aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Leikur dagsins fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst kl. 18.30. Mótherjinn eru hið sögufræga lið FH en Akureyri og FH hafa leikið ótrúlega marga leiki í jafnt í Íslandsmótinu sem og í bikarkeppnum. Að sjálfsögðu verðum við með beina textalýsingu frá leiknum hér á síðunni. Það er vel við hæfi hjá Þorleifi Ananíassyni að taka „gamla kanónu“ í nærmynd að þessu sinni, gefum Þorleifi orðið: Heimir Örn Árnason hóf leiktímabilið sem þjálfari liðsins og leikmaður Hamranna. Nú er hann hins vegar alfarið leikmaður og hefur eftirlátið Atla Hilmarssyni þjálfarastöðuna. Heimir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum á sínum langa ferli. Gríðarlega útsjónarsamur leikmaður og góður bæði í vörn og sókn. Ágæt skytta á sínum yngri árum og magnaður í gegnumbrotum þar sem hann smýgur sem minkur um þrengstu glufur í vörnum andstæðinga. Óútreiknanlegur og erfiður andstæðingur þegar hann er heill og kemst enn langt á leikgleði auk þess sem hann fórnar sér hiklaust fyrir liðið og félaga sína. Örugglega í hópi allra bestu handboltamanna sem uppaldir hafa verið á Akureyri.Fullt nafn: Heimir Örn ÁrnasonF.d. mán ár: 5. maí 1979Prenthæft gælunafn: HomieMeð hvaða félögum hefur þú leikið: Já þessi er erfið. Fyrst ber að nefna KA, Valur, Haslum Noregi, Bjerringbro (denmark), Fylkir (stórveldi í 2 ár), Stjarnan og síðast en ekki síst Akureyri handball club og mun aldrei hætta að spila.Hefur þú leikið í landsliði: Öll yngri landslið og síðan 25 A leikir.Hver er þín besta staða á vellinum: Er með 33% markvörslu á ferlinum en líður best á miðjunni.Hver er/var fyrirmynd þín í handbolta: Ja, það voru margir. Auðvitað horfði maður mikið á Alla Gísla, Kristján Ara, Sigga Sveins og fleiri í den. Ég hafði líka rosalega gaman af Marc Baumgartner sem var yfirburðamaður í Sviss á sínum tíma. Frábær leikmaður! Pabbi (Árni Bjarnason) segir reyndar alltaf að hann hafi verið langbesta örvhenta skyttan á landinu. Hann hætti reyndar 17 ára en var samt langbestur. Hann er að hans sögn fyrirmyndin mín.Uppáhaldsíþrótt önnur en handbolti: Fótbolti og golf að sjálfsögðu. Það stefnir í hörku Akureyri handball club open í sumar. Fullt af nýliðum í liðinu.Hjátrú fyrir leiki: Nei, bara passa að maður borði rétt. Strákarnir haft heyrt mig tuða um það í mörg ár að passa sig að borða rétt á leikdegi hehehe.Besti samherji sem þú hefur leikið með: Allt KA liðið 2002 þegar við unnum Val í úrslitum og allt Fylkisliðið 2006. Akureyrarliðið 2010 var líka frábær blanda af eldri og yngri mönnum. Hefðum átt að taka fleiri titla það árið! Síðan verð ég nú að nefna Guðjón Val sem var með mér í KA kringum aldamótin. Er örugglega að gleyma einhverjum snillingum en árin eru bara orðin svo mörg.Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur leikið gegn: Það var alltaf vont að sækja á Patrek Jóhannesarson, einn sá harðasti. Petr Bamruk var líka nokkuð harður í horn að taka. Varnarlega átti ég alltaf í smá erfiðleikum með Bjarka Sig hann var ótrúlega góður sóknarmaður.Eitthvað að lokum (hvað sem er): Áfram Akureyri!!!!!Heimir Örn í háflugi framan við Fram vörnina s.l. laugardag
Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook