Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hreiðar Levý er mættur aftur!22. desember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarHreiðar Levý er mættur til Akureyrar Hreiðar Levý Guðmundsson er mættur til Akureyrar og mun leika með liðinu eftir fríið í deildinni. Ólympíusilfurhafinn gekk til liðs við Akureyrar fyrir tímabilið en hann var ásamt fjölskyldu sinni staddur í Noregi og tafðist því að hann gæti leikið með liðinu. Eins og flestir vita hefur Hreiðar Levý spilað lengi með landsliði Íslands og hefur 146 landsleiki á bakinu. Þá vann hann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu 2010. Hreiðar þekkir Akureyri vel en hann lék með Akureyri tímabilið 2006-2007 og þar áður með liði KA áður en KA og Þór sameinuðust í Akureyri Handboltafélag. Hreiðar er sem stendur í 6. sæti yfir flest varin skot í sögu Akureyrar Handboltafélags og getur nú reynt að hífa sig hærra upp á þeim lista. Velkominn aftur til Akureyrar, Hreiðar og fjölskylda! Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook