Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Handbolti er okkar fag!5. janúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarNýtt horn á síðunni, stuðningsmannalag Akureyrar Þegar Akureyri Handboltafélag var stofnað sumarið 2006 var fljótlega farið í það verkefni að búa til stuðningsmannalag fyrir félagið. Björn Þórarinsson var fenginn í það verkefni en hann er meðal annars þekktur fyrir þátt sinn í hljómsveitinni Mánum. Eurovision farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson var svo fenginn til að syngja lagið. Lagið hefur að vísu ekki verið spilað mikið í gegnum tíðina og eflaust margir sem hafa ekki heyrt af laginu en engu að síður er það partur af sögu Akureyrar Handboltafélags. Við hvetjum alla til að fræðast betur um lagið og hlusta á það, hægt er að smella á hlekkinn Lagið efst á síðunni en einnig með því að smella hér. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook