Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hvaða takta fáum við að sjá á morgun?4. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarMyndband af sirkusmarki Andra Snæs gegn ÍR Akureyri fær ÍR í heimsókn annað kvöld klukkan 19:00 í mikilvægum leik í Olís-deildinni. Við ákváðum að rifja upp skemmtilega takta fyrirliðans, Andra Snæs Stefánssonar, í leik gegn ÍR sem fór einmitt fram í Höllinni þann 4. október. Jovan Kukobat varði skot og kastaði boltanum að því er virtist of langt fram en Andri Snær greip boltann í loftinu og skoraði. Sjón er sögu ríkari en við hvetjum alla til að mæta í Höllina á morgun og hvetja liðið til sigurs!VIDEO Fyrr í vetur rifjuðum við upp svipað sirkusmark hjá Andra sem var einnig eftir sendingu frá Jovan Kukobat en það var í leik gegn Fram þann 13. mars 2014.VIDEO Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook