Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Útileikur gegn Aftureldingu á fimmtudaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Mosfellingar verða erfiðir heim að sækja

11. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Útileikur gegn Aftureldingu á fimmtudaginn

Baráttan í Olís-Deildinni heldur áfram. Akureyri mætir í Mosfellsbæinn og leikur gegn spútnik liði Aftureldingar á fimmtudaginn klukkan 19:30. Liðin mættust í Íþróttahöllinni 6. nóvember sem var einmitt fyrsti leikur Akureyrar undir stjórn Atla Hilmarssonar á þessari leiktíð og Heimis Arnar Árnasonar sem leikmanns. Akureyrarliðið lék frábærlega í leiknum og vann verðskuldað 27-13.

Bæði liðin duttu út úr bikarkeppninni á sunnudaginn, Afturelding tapaði fyrir ÍBV þannig að þau einbeita sér væntanlega að Olís-deildinni í staðinn. Þar er Afturelding í 3. sætinu eftir að hafa lengst af tímabilinu átt toppsætið.

Leikurinn er liður í 18. umferð deildarinnar og að henni lokinni verða 2/3 hlutar deildarinnar að baki og þar með mun HSÍ raða upp leikjum síðasta þriðjungs deildarinnar. Akureyri er sem stendur í 6. sætinu og ljóst að liðið mun ekki verða neðar en það (vegna innbyrðis úrslita gegn Haukum). Liðið getur hins vegar náð 5. sætinu með sigri á fimmtudaginn að því gefnu að ÍBV tapi fyrir Fram.

HSÍ birtir væntanlega strax á föstudaginn leikjaniðurröðunina fyrir framhaldið en gert er ráð fyrir að tvær umferðir verði leiknar um helgina eða í næstu viku. Við vitum sem sé ekki enn hvort Akureyri fær heimaleik í þeim umferðum eða gegn hverjum verður leikið. En það skýrist allt á næstu dögum og þangað til einbeita menn sér að leiknum í Mosfellsbænum á fimmtudaginn.


Það gekk ýmislegt á þegar liðin mættust síðast

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson