Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Afar mikilvægur sigur á Stjörnunni - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hreiðar fór heldur betur á kostum í kvöld

19. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Afar mikilvægur sigur á Stjörnunni

Það voru heldur betur dýrmæt stig í boði í Íþróttahöllinni í kvöld og bæði lið í brýnni þörf fyrir að krækja í þau. Stjörnumenn lentu í hrakningum á leiðinni norður og seinkaði leiknum um einn og hálfan klukkutíma fyrir vikið. Meiðslavandræði Akureyringa jukust heldur en hitt, Heimir Örn Árnason var ekki leikhæfur og kom Arnór Þorri Þorsteinsson til liðs við hópinn frá Hömrunum. Daninn Nicklas Selvig meiddist í síðasta leik og hefur ekkert getað æft í vikunni en var þó á skýrslu.
Þar að auki lá markvörðurinn Tomas Olason í rúminu veikur og reyndi nú á Hreiðar Levy í markinu. Hafi menn haft efasemdir um að Hreiðar væri klár í slaginn þá var hann fljótur að þagga niður í slíkum efasemdum því hann fór hreinlega á kostum í leiknum. Frábær vörn og markvarsla varð til þess að Akureyri náði 6-3 forskoti. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og unnu sig inn í leikinn og komust reyndar yfir í stöðunni 9-10 en Nicklas og Sigþór skiluðu tveim mörkum þannig að Akureyri leiddi í hálfleik 11-10.

Kristján Orri fór fyrir sóknarleiknum, skoraði 6 mörk en Hreiðar Levy var kominn með 13 skot varin.


Kristján Orri á miklu flugi og mark í uppsiglingu

Akureyrarliðið réð svo lögum og lofum á vellinum í upphafi seinni hálfleiks og náði fimm marka forystu 17-12. Hreiðar hélt sýningunni áfram og toppaði með því að verja þrjú dauðafæri í sömu sókninni og fékk að launum dynjandi lófatak frá stúkunni.


Hreiðar fagnar frábærri þrennunni

Þó að Stjarnan klóraði í bakkann virtist Akureyri hafa býsna örugg tök á leiknum og landaði að lokum þriggja marka sigri 24-21.

Níu af þrettán mörkum liðsins í seinni hálfleik komu frá línu- og hornamönnum liðsins sem fengu úr miklu að moða að þessu sinni. Ungur hornamaður, Birkir Guðlaugsson varð fyrir því óhappi að snúa á sér ökklann þegar hann fékk upplagt færi í horninu. Það leyndi sér ekki að brotið var á Birki en dómarar leiksins dæmdu ekkert. Birkir var borinn af velli og kom ekki meira við sögu í leiknum.


Birkir Guðlaugsson fær aðhlynningu utan vallar

En sigurinn var ákaflega dýrmætur fyrir Akureyri sem fyrir vikið náði að slíta sig töluvert frá neðstu liðunum og það sem meira er þá hefur Akureyri nú betur í innbyrðis viðureignum við þau lið sem getur líka reynst dýrmætt þegar upp verður staðið.

Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 9 (3 úr vítum), Halldór Logi Árnason og Sigþór Árni Heimisson 4 mörk hvor, Bergvin Þór Gíslason, Heiðar Þór Aðalsteinsson og Nicklas Selvig 2 mörk hver og Jón Heiðar Sigurðsson 1 mark.
Hreiðar Levy Guðmundsson stóð í markinu allan tímann og varði 22 skot.

Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þorgeirsson og Egill Magnússon 4 mörk hvor, Þórir Ólafsson 3, Andir Hjartar Grétarsson, Gunnar Harðarson og Sverrir Eyjólfsson 2 mörk hver, Ari Pétursson, Hilmar Pálsson, Milos Ivosevic og Starri Friðriksson 1 mark hver.
Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 8 skot í markinu, þar af 1 vítakast og Björn Ingi Friðþjófsson varði 6 skot.

Markverðirnir Sigurður Ingiberg og Hreiðar Levy voru síðan valdir bestu leikmenn sinna liða og fengu dýrindis matarkörfu frá Norðlenska að launum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson