Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Jafntefli í döprum leik í Digranesi - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Tomas tók 21 skot í dag og var besti maður Akureyrar





15. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Jafntefli í döprum leik í Digranesi

Akureyri og HK mættust í mikilvægum leik í Digranesi í dag. Bæði lið þurftu á sigri að halda, Akureyri er að berjast fyrir sem bestu sæti í úrslitakeppninni á meðan HK berst fyrir lífi sínu í deildinni. Það var hinsvegar erfitt að sjá það á spilamennsku liðanna að mikið væri undir, handboltinn sem boðið var upp á var mjög slakur og stemningin á pöllunum eftir því.

Leikurinn fór rólega af stað, eftir tíu mínútna leik var staðan 1-2 fyrir Akureyri. Sóknin var alls ekki beitt á meðan varnarleikurinn leit vel út og Tomas varði þá bolta sem hann þurfti að taka. Þá hinsvegar kom flottur kafli hjá okkar mönnum þar sem sóknarleikurinn fór að ganga ágætlega smurt fyrir sig fyrr en varir var staðan orðin 2-7 og beið maður eftir því að HK játaði sig sigraða.

Á þessum tíma var áhugavert að fylgjast með gangi mála, stemningin í húsinu var engin og ríkti algjör þögn í salnum, eina hljóðið sem heyrðist var þegar boltinn gekk á milli manna! Heimamenn tóku leikhlé og komust betur í takt við leikinn á meðan okkar menn gáfu eftir og hættu að gera það sem hafði verið að ganga vel.

Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 10-12 fyrir Akureyri og meðbyrinn með HK. Sigþór Árni hafði borið sóknarleik Akureyrar uppi og var gaman að sjá kraftinn í Sissa sem var með fjögur mörk í fyrri hálfleiknum ásamt því að sækja vítaköst og gefa stoðsendingar.


Sigþór Árni var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleiknum. Mynd: visir.is

Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, HK spilaði einfaldlega betur og okkar menn ekki að sýna sitt rétta andlit. Þegar 20 mínútur lifðu leiks höfðu HK-ingar náð forystunni og Atli Hilmars gat ekki annað en tekið leikhlé. Öskrin í Atla gáfu mönnum greinilega smá kraft en Akureyri náði aftur yfirhöndinni í leiknum.

Heimir Örn kom inn í leikinn og átti strax magnaða línusendingu sem gaf vítakast. Heimir fékk síðan tvo ruðningsdóma á sig áður en hann fékk beint rautt spjald frá dómurum leiksins. Heimir fór í andlitið á Þorgrími, þetta leit ekki vel út en persónulega hefði ég haldið að tveggja mínútna brottvísun myndi duga. En dómnum verður ekki breytt og því tæplega sex mínútna innkoma hjá Heimi í dag.

Tomas var að verja vel yfir allan leikinn en vörnin var líka að standa fínt heilt yfir. Sóknarleikurinn var erfiður í síðari hálfleiknum en með því að verjast vel komst liðið í góða stöðu 20-22 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þegar rétt rúmar þrjár mínútur voru eftir fékk Akureyri vítakast en Lárus sá við Heiðari sem tók bara vítaköst í dag. Þetta var þriðja vítið sem fór forgörðum hjá Akureyri í leiknum til þessa.


Tomast Olason, besti maður liðsins í dag kemur boltanum í leik. Mynd: visir.is

Leó Snær sem var öflugur í liði HK minnkaði muninn í eitt mark í stað fyrir að Akureyri kæmist þremur mörkum yfir. Nicklas Selvig fór svo í gegn en enn og aftur varði Lárus í markinu og allt í einu gátu heimamenn jafnað metin. Tomas hinsvegar varði vel og tæp mínúta eftir, en allt kom fyrir ekki og sókn Akureyrar var vægast sagt klaufaleg og Leó Snær jafnaði metin.

Atli tekur þá leikhlé til að leggja á ráðin til að klára leikinn enda aðeins 25 sekúndur eftir. Sigþór Árni sem hafði ekki verið mjög áberandi í síðari hálfleiknum fintaði sig í gegn og fékk vítakast. Tíminn rann út og vítið því einungis eftir. Kristján Orri sem hafði ekki átt sinn besta leik fór á punktinn en hann hafði klúðrað víti fyrr í leiknum. Heiðar Þór hafði hinsvegar klúðrað tveimur vítum og því sjálfsagt að leyfa öðrum að taka vítakastið.

Lárus markvörður HK varði hinsvegar vítið frá Kristjáni Orra og jafntefli því niðurstaðan. Gríðarlega svekkjandi að vinna ekki leikinn enda liðið í dauðafæri að klára leikinn á síðustu mínútunum en allt kom fyrir ekki.

Heilt yfir var leikurinn frekar dapur, sóknarleikur Akureyrar var slakur og lítið í gangi fyrir utan góðan kafla í fyrri hálfleiknum. Vörnin stóð fyrir sínu lengst af en of oft kom fyrir að HK skoraði þegar menn slökuðu aðeins á, þá var Tomas góður í markinu og varði alls 21 skot. Hrósa ber Halldóri Loga Árnasyni en Dóri var öflugur á línunni, skoraði 5 mörk og sótti nokkur vítaköst ásamt því að vera fastur fyrir í vörninni. Einnig sýndi Ingimundur Ingimundarson flotta takta á köflum.

Hinsvegar set ég spurningamerki við það að Arnór Þorri hafi verið ónotaður varamaður í dag, sóknarleikurinn var mjög erfiður og hefði getað verið sterkur leikur að prófa að henda Arnóri inn þó það hefði ekki verið nema 2-3 sóknir. Aðeins til að hrista upp í hlutunum og gefa öðrum smá hvíld.

Það stefnir allt í það að Akureyri endi í 7. sætinu eins og staðan er núna. Þó eru enn fjórar umferðir eftir af deildinni og næsti leikur verður mikilvægur þegar ÍBV kemur norður. Það er þó allavega ljóst að Akureyrarliðið þarf að leika mikið mun betur í þeim leik ef það eiga að koma einhver stig útúr þeim leik.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson