 Við óskum SA Víkingum og SA Ásynjum til hamingju með titlana
| | 24. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarHamingjuóskir til Íslandsmeistara SAKarlalið Skautafélags Akureyrar, SA Víkingar tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí þriðja árið í röð eftir að hafa lagt SR í úrslitaeinvíginu 4-1. Sigurinn í lokaleiknum í gær var einkar sannfærandi 7-0. SA-Víkingar unnu fyrsta leikinn 4-0, töpuðu leik tvö 4-5 eftir vítakeppni, unnu þriðja leikinn 3-1 og þann fjórða 4-1.
Þann 26. febrúar varð kvennalið SA, SA Ásynjur sömuleiðis Íslandsmeistari eftir að hafa unnið úrslitarimmuna við Björninn 2-0. Fyrri leikinn unnu Ásynjur 9-1 og þann seinni 4-1.
Glæsilegur árangur hjá íshokkífólkinu og við sendum þeim hamingjuóskir með titlana.

|