Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hörður Fannar skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni24. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarÞegar Akureyri vann Hauka á lokasekúndunni Akureyri og Haukar mætast á Ásvöllum á laugardaginn í gríðarlega mikilvægum leik. Haukar, ÍBV og Akureyri eru að berjast um 5. sætið í deildinni en aðeins 1 stig skilur liðin þrjú að. Það eru því gríðarlega mikilvæg 2 stig í boði á laugardaginn sem bæði lið virkilega þurfa á að halda. Akureyri og Haukar mættust í hörkuleik þann 8. desember 2011. Þegar aðeins ein og hálf mínúta er eftir af leiknum eru Haukar yfir 18-19 en Akureyri hinsvegar gafst ekki upp og kláraði leikinn með stæl! Bjarni Fritz skoraði magnað mark í horninu áður en Hörður Fannar skoraði af línunni á lokasekúndunni og allt gjörsamlega tryllist í Höllinni! Sjón er sögu ríkari en hér má sjá myndband af þessum lokaatvikum leiksins og mögnuðum fagnaðarlátum okkar manna!VIDEO Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook