Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Lokaleikurinn í deildinni er á morgun - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

ÍR liðið hefur verið öflugt í vetur

1. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Lokaleikurinn í deildinni er á morgun



Það er komið að lokaumferðinni í Olís Deild karla þetta tímabilið. Þó úrslitin á toppi og botni deildarinnar séu ráðin er ennþá mikil spenna fyrir miðju þar sem barist er um sæti áður en úrslitakeppnin hefst.

Akureyri mætir í Austurberg og mætir þar liði ÍR sem situr í 3. sæti deildarinnar. ÍR-ingar voru magnaðir fyrir áramót og voru í baráttu um toppsætið en þeim hefur gengið brösuglega eftir áramót og reyna nú að verja 3. sætið í deildinni.

Akureyri var á miklu skriði í deildinni þegar kom að brotlendingunni gegn FH í síðustu umferð. Sigri Akureyri á morgun tryggir liðið sér 6. sætið en gæti stokkið upp í 5. sætið ef Haukar misstíga sig. Með tapi gæti hinsvegar ÍBV farið upp fyrir okkar menn og Akureyri því endað í 7. sæti.

Hér er staðan í deildinni fyrir lokaumferðina:

Nr. FélagLeikir  U  J  TMörkHlutfallStig-
1.  Valur262024709 : 6119842:10
2.  Afturelding261835665 : 6006539:13
3.  ÍR261349706 : 6812530:22
4.  FH2614210686 : 6642230:22
5.  Haukar2610610645 : 6103526:26
6.  Akureyri2611312627 : 634-725:27
7.  ÍBV2610313667 : 664323:29
8.  Fram269116589 : 682-9319:33
9.  Stjarnan267316651 : 696-4517:35
10.  HK264121635 : 738-1039:43

Leikirnir í lokaumferðinni:
ÍR - Akureyri, Austurberg klukkan 19:30
FH - ÍBV, Kaplakriki klukkan 19:30
Haukar - HK, Ásvellir klukkan 19:30
Fram - Stjarnan, Safamýri klukkan 15:30
Valur - Afturelding, Hlíðarendi klukkan 15:30

Akureyri og ÍR hafa mæst tvisvar í vetur, í fyrri leik liðanna í Austurbergi voru ÍR-ingar betri aðilinn og sigruðu 32-28.
Akureyri lék hinsvegar mun betur þegar liðin mættust fyrir norðan en eftir að Akureyri hafði leitt nær allan leikinn tókst ÍR-ingum að stela stigi og jafntefli 23-23 varð niðurstaðan.

Það eru töluverð tengsl á milli liðanna. Í ÍR eru tveir leikmenn sem hafa leikið fyrir Akureyri en það eru þeir Bjarni Fritzson sem er markahæsti leikmaðurinn í sögu Akureyrar og Garðar Már Jónsson sem er ungur hornamaður. Með Akureyri leika hinsvegar þrír leikmenn sem hafa spilað fyrir ÍR. Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson eru uppaldir í ÍR og þá lék Halldór Logi Árnason einnig með liðinu þegar hann var búsettur fyrir sunnan.



Það eru ágætis líkur á að þessi lið muni mætast í úrslitakeppninni en eins og staðan er í deildinni núna munu þau mætast. Það eru ýmsar stöður sem geta komið upp eftir lokaumferðina og bíðum við spennt eftir að sjá hvernig fer. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í Austurbergið og hvetja okkar lið til sigurs!
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson