Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Goran Gusic spáir í úrslitakeppnina - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Goran lék með Akureyri í þrjú tímabil og áður með bæði Þór og KA

6. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Goran Gusic spáir í úrslitakeppnina

Við höldum áfram að spá og spekúlera í úrslitakeppninni sem hefst á morgun. Reynslukappinn Goran Gusic sem lék með Akureyri og einnig með bæði Þór og KA fyrir sameiningu fylgist vel með boltanum þó skórnir séu komnir upp á hilluna góðu. Við heyrðum hljóðið í Goran og fengum hann til að renna aðeins yfir 8-liða úrslitin, gefum Goran orðið.

Valur – Fram: 2-0
Valur hefur sýnt það í vetur að þeir eru með mjög gott lið og stefna klárlega á Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru með mjög gott og keppnishæft lið, sé þá klára þetta einvígi.

Afturelding – ÍBV: 2-1
Afturelding hefur komið öllum á óvart þetta tímabilið. ÍBV eru meistarar en hafa misst menn og verið í meiðslavandræðum, en eru alltaf sterkir á heimavelli sínum í Eyjum. Hef trú á að Afturelding klári þetta á endanum í oddaleik.

ÍR – Akureyri: 1-2
Virkilega áhugavert einvígi, liðin mjög áþekk að getu og þetta mun ráðast á litlu hlutunum. Hjarta mitt segir 2-1 fyrir Akureyri en þetta verður spennandi!

FH – Haukar: 1-2
Annað mjög áhugavert einvígi, þarna er mikill rígur enda nágrannaslagur. Ég hef trú á að Patrekur hafi ás í erminni og standi uppi sem sigurvegari eftir oddaleik.


Goran skoraði alls 284 mörk fyrir Akureyri á þeim þremur tímabilum sem hann lék með liðinu

Þá lék Goran með Hömrunum í fyrra og kom með þessa snilldarsendingu!

Goran Gusic með no-look sendingu í leik með Hömrunum

Posted by Hamrarnir on Saturday, November 30, 2013
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson