Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Kristján Orri, Tomas og Nicklas stóðu heldur betur fyrir sínu í leiknum11. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri tryggði sér oddaleik á sunnudaginn Það var ekki lítið undir í leiknum, tap í leiknum hefði markað endalok tímabilsins hjá Akureyri og það voru menn hreint ekki tilbúnir að láta yfir sig ganga. Brynjar Hólm Grétarsson byrjaði í vinstri skyttunni og hann var ekki lengi að láta vita af sér, heldur braust í gegn og skoraði fyrsta mark leiksins eftir örfáar sekúndur. ÍR-ingar svöruðu að bragði og höfðu frumkvæðið í markaskorun til að byrja með, allt upp í 5-6. Hreiðar Levý byrjaði í Akureyrarmarkinu og fann sig ekki nægilega þannig að Tomas kom í markið. Í kjölfarið komu fjögur Akureyrarmörk í röð og staðan orðin 9-6. ÍR-ingar létu það ekki á sig fá og áttu sömuleiðis fjögurra marka kafla stuttu síðar og komust yfir, 10-11 og fjórar mínútur til hálfleiks.Sverre brá sér í sóknina og skoraði gott mark af línunni
Þessar lokamínútur hálfleiksins voru hins vegar algjörlega eign Akureyrar sem skoraði fimm síðustu mörk hálfleiksins, þar á meðal átti Nicklas Selvig tvö algjör draumamörk utan af velli. Markaskorun Akureyrar dreyfðist töluvert í fyrri hálfleiknum, Kristján Orri Jóhannsson með 4 mörk, Brynjar Hólm og Nicklas 3 hvor, Heiðar Þór 2, Halldór Logi, Heimir Örn og Sverre 1 mark hver. Hálfleiksstaðan 15-11. Kristján Orri skoraði upphafsmark seinni hálfleiksins þannig að komin voru sex Akureyrarmörk í röð. Eftir rúmlega fimm mínútna leik varð Akureyrarliðið fyrir áfalli þegar Nicklas Selvig þurfti að yfirgefa völlinn með illa snúinn ökla og kom ekki meira við sögu, en Nicklas hafði átt fínan leik fram að því. Það tók ÍR-inga rúmlega átta mínútur að skora sitt fyrsta mark í hálfleiknum, reyndar hafði Akureyri aðeins skorað eitt mark á þeim tíma. Næstu mínútur skiptust liðin á að skora en í stöðunni 19-15 hrökk allt í baklás í sóknarleik Akureyrar og ÍR-ingar gengu á lagið og jöfnuðu í 20-20 þegar sjö og hálf mínúta var til leiksloka og var farið að fara um marga í Höllinni. En líkt og í lok fyrri hálfleiks skellti Akureyri í lás, vörnin frábær og Tomas komst í ham og varði allt sem slapp í gegn. Kristján Orri bætti við tveim mörkum, staðan orðin 22-20 og athyglisvert að Kristján Orri hafði skorað öll sjö mörk Akureyrar í hálfleiknum. Það var hins vegar Brynjar Hólm Grétarsson sem endaði leikinn eins og hann byrjaði með glæsilegu marki, stöngin inn þannig að Kristján Orri átti ekki öll mörk liðsins eins og stefndi í. Frábær þriggja marka sigur, 23-20 niðurstaðan og ljóst að það verður barist til enda í oddaleiknum á sunnudaginn þegar liðin mætast í Breiðholtinu. Sigurvegari þess leiks heldur áfram og mætir Aftureldingu í fjögurra liða úrslitunum.Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 11 (5 úr vítum), Brynjar Hólm Grétarsson 4, Nicklas Selvig 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Halldór Logi Árnason, Heimir Örn Árnason og Sverre Andreas Jakobsson 1 mark hver. Tomas Olason varði 14 skot og Hreiðar Levý Guðmundsson 1.Mörk ÍR: Davíð Georgsson 5, Sturla Ásgeirsson 4 (3 úr vítum), Arnar Birkir Hálfdánsson 3, Bjarni Fritzson, Daníel Ingi Guðmundsson, Ingi Rafn Róbertsson og Ingvar Heiðmann Birgisson 2 mörk hver. Arnór Freyr Stefánsson varði 11 skot og Svavar Ólafsson 2. Dómarar í dag voru reynsluboltarnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson og voru býsna langt frá því að eiga sinn besta dag. Fjölmargir dómar þeirra orkuðu mjög tvímælis og áttu menn oft á tíðum erfitt að átta sig á eftir hvaða línu þeir dæmdu og átti það við bæði lið.Kristján Orri undrandi á ákvörðun Gísla að reka Halldór Loga útaf en Gísla varð ekki haggað
Hvað gerir RÚV? En hvað um það nú bíður bara hreinn úrslitaleikur klukkan 16:00 á sunnudaginn í Austurberginu. Maður gæti haldið að RÚV myndi heldur betur nýta tækifærið og sýna leikinn en því miður er ekki að sjá nein merki um það í dagskránni hjá þeim. Það er bein útsending frá úrslitum í badminton á aðalstöðinni sem ber raunar að fagna fyrir þeirra hönd en þegar dagskrá „Íþrótta“-stöðvarinnar RÚV 2 er skoðuð þá er dagskráin svohjóðandi: Engir dagskrárliðir fyrir þennan dag. Kristján Orri, Tomas og Sverre fagna góðum sigri
Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook