Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Ingimundur var blár árið 2005 en er svartur 201511. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarÞegar ÍR og KA mættust fyrir áratug (myndband) ÍR og Akureyri eru að fara að mætast á morgun í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins. Fyrir 10 árum síðan mættust ÍR og KA í 8-liða úrslitum sem endaði með því að ÍR náði að slá út KA í tveimur leikjum. Fyrri leikur liðanna fór fram í Austurbergi og var hörkuleikur, við erum nú búin að klippa leikinn aðeins til og má sjá hér að neðan. Ingimundur Ingimundarson fór hamförum í liði ÍR og Hreiðar Levý Guðmundsson var öflugur í ÍR markinu en þeir leika báðir í dag með liði Akureyrar. Þá má einnig sjá Bjarna Fritzson fyrrum leikmann Akureyrar. Sævar Árnason aðstoðarmaður þjálfara Akureyrar skorar eitt mark og þá leikur fyrirliði Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, með KA en hann er frá vegna meiðsla í dag. Sjón er sögu ríkari og við hvetjum ykkur til að kíkja á þetta skemmtilega innslag ásamt því að mæta í Austurbergið á morgun!VIDEO Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook