Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Sverre með landsliðinu gegn Serbum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sverre bætir við sig landsleikjum

28. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Sverre með landsliðinu gegn Serbum

Sverre Andreas Jakobsson verður í landsliðshópi Íslands í leikjunum mikilvægu gegn Serbum í undankeppni Evrópumótsins. Ísland mætir Serbum tvívegis og þarf að vinna að minnsta kosti annan leikinn til að eiga áfram möguleika á að komast á EM.

Sverre hafði gefið það út eftir HM í Katar fyrr á árinu að hann væri hættur með landsliðinu en hann myndi líklega gefa kost á sér aftur ef eftir honum yrði óskað. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hafði samband við okkar mann sem skoraðist ekki undan og er mættur á ný í landsliðið okkar.

Sverre reiknar með að Serbaleikirnir verði þeir síðustu en hann vill gjarnan enda landsliðsferilinn á jákvæðu nótunum en hans síðasti leikur var tap gegn Danmörku á HM í Katar, en með tapinu féll Ísland úr leik.

Sverre er kominn með 180 landsleiki en nær nú líklega að hífa þá upp í 182.

Ísland tekur á móti Serbum í Laugardalshöll á morgun, miðvikudag, klukkan 19:30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja landsliðið. Leikurinn verður einnig sýndur á RÚV, Áfram Ísland
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson