Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Keppnistímabilið að hefjast hjá 2. flokki2. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur: Akureyri 2 með heimaleik á laugardaginn Það er fjölmennur hópur sem æfir með 2. flokki Akureyrar í vetur og sendir félagið tvö lið í deildarkeppnina, annað í fyrstu deild og hitt í annarri deild. Þjálfarar strákanna eru þeir Ingimundur Ingimundarson og Andri Snær Stefánsson. Á laugardaginn 3. október hefst keppnin í 2. deildinni þar sem Akureyri 2 fær Þrótt í heimsókn. Sá leikur verður í Íþróttahöllinni og er tímasettur klukkan 14:00. Við hvetjum alla til að koma og sjá strákana í frumraun sinni í vetur, það er frítt inn á leikinn.Liðin sem skipa 2. deildina eru: Akureyri 2 Grótta 2 HK ÍR KR Selfoss Mílan Valur 2 Víkingur Þróttur Í 1. deildinni byrjar Akureyri 1 með heimaleik gegn sameiginlegu liði FH og ÍH sem verður laugardaginn 10. október. Sá leikur verður einnig í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 13:30 samkvæmt leikjaskrá HSÍ.Liðin sem skipa 1. deildina eru: Afturelding Akureyri 1 FH/ÍH Fram Grótta 1 Haukar ÍBV Stjarnan Valur 1 Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook