Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Útileikur gegn Víkingum á sunnudaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 



3. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Útileikur gegn Víkingum á sunnudaginn

Akureyri mætir Víkingum á sunnudaginn í Víkinni. Leikurinn er liður í 7. umferð Olísdeildarinnar og hefst klukkan 16:00. Eftir flottan sigur á Fram í síðasta leik er mikilvægt að fylgja þeim leik eftir og sækja stig á útivöllinn.

Í leikmannahópi Víkinga er Arnór Þorri Þorsteinsson fyrrum leikmaður Akureyrar sem gekk í raðir Víkinga í sumar.


Arnór Þorri í leik með Akureyri gegn Haukum

Víkingar komu upp í úrvalsdeild í sumar eftir að hafa leikið í 1. deild síðan 2009. Þjálfari Víkinga er Ágúst Þór Jóhannsson sem einnig er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Í tilefni leiksins á sunnudaginn rifjum við hér upp sjónvarpsleik liðanna frá 18. október 2008. Akureyri vann þarna góðan sigur 23-28 þar sem Andri Snær Stefánsson var markahæstur í liði Akureyrar með 8 mörk (6 úr vítum), Heiðar Þór Aðalsteinsson, Oddur Gretarsson og Jónatan Þór Magnússon skoruðu allir 4 mörk. Í markinu varði Hafþór Einarsson vel og var með 20 skot varin.

Nánar um leikinn árið 2008.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson