Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyri yfirgaf botnbaráttuna með sigri á Nesinu - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Beggi fór á kostum og gerði 13 mörk



12. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri yfirgaf botnbaráttuna með sigri á Nesinu

Grótta tók á móti Akureyri í næst síðustu umferðinni fyrir jóla og EM frí í Olís deildinni. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 6.-7. sæti og ljóst að liðið sem myndi fara með sigur af hólmi myndi taka stórt skref frá botnbaráttunni og stimpla sig inn í baráttuna fyrir miðri deildinni.

Smelltu hér til að sjá myndbrot úr leiknum.

Leikurinn fór mjög rólega af stað og var greinilegt að bæði lið mættu af varkárni í leikinn. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi og eftir tæpar tíu mínútur var staðan 1-3 fyrir Akureyri. Þetta tveggja marka forskot hélst að mestu út fyrri hálfleikinn en undir lokin náðu heimamenn að refsa vel fyrir þau mistök sem okkar menn gerðu sóknarlega og sáu til þess að staðan var jöfn 14-14 þegar flautað var til hlés.

Gróttumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og leiddu hann að mestu með tveimur mörkum. Grótta var að mestu að skora úr hröðum upphlaupum og seinni bylgju, uppsett vörn Akureyrar lokaði mjög vel mestallan leikinn fyrir utan undirhandarskot Viggós sem enduðu flest í netinu.

Þegar 10 mínútur lifðu leiks náðu strákarnir góðum kafla og komust yfir 23-24. Gróttumenn svöruðu hinsvegar með tveimur mörkum áður en Sigþór jafnaði metin í 25-25 og sex mínútur eftir. Hörður skoraði svo gott mark og útlitið gott þegar rétt tæpar fjórar mínútur voru eftir.

En þá kom harður dómur þegar Halldór Logi fékk brottvísun eftir að Daði Laxdal hafði farið í gegn og jafnað. Manni færri sýndu strákarnir hinsvegar frábæran leik, Ingimundur stal boltanum og Kristján Orri brunaði fram og skoraði. Hörður fiskaði svo ruðning áður en Bergvin kom Akureyri tveimur mörkum yfir og enn manni færri.

Heimamenn skoruðu fljótt en Bergvin kom Akureyri aftur í tveggja marka forskot og rétt rúm mínúta eftir. Kristján Orri stal svo boltanum og útlitið ansi gott, en tapaður bolti kostaði mark í bakið. Þrátt fyrir að strákarnir hafi misst boltann stuttu síðar þá náðist að landa sigrinum, 28-29, og strákarnir gjörsamlega trylltust af fögnuði á gólfinu.


Eðlilega var fagnað í leikslok. Mynd: mbl.is/​Eva Björk

Bergvin var algjörlega magnaður í leiknum en hann skoraði 13 mörk í dag og átti þar að auki nokkrar stoðsendingar, Beggi án nokkurs vafa besti maður vallarins. Sigþór átti líka mjög fínan leik en hann og Beggi báru sóknarleikinn á herðum sínum. Kristján Orri nýtti færin sín vel og setti 4 mörk.


Bergvin hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa í leikslok. Mynd: mbl.is/​Eva Björk

Ingimundur var frábær í vörninni í dag, snerpan og ákveðnin í honum sá til þess að vörnin opnaðist lítið í leiknum og í hávörninni varði hann álíka mörg skot og Hreiðar og Tomas tóku hvorir í markinu, þá náði hann einnig að lauma inn marki. Við hlið Ingimundar var Róbert og var hann einnig mjög góður í miðri vörninni sem sést vel á því að línuspil Gróttumanna var varla til staðar.

Gríðarlega mikilvæg 2 stig í hús og nú er aðeins einn leikur eftir fyrir hlé og er það heimaleikur gegn ÍBV. Náist sigur í leiknum endar Akureyri í 5. sæti þegar tveir þriðju eru búnir af deildinni sem myndi þýða að liðið fengi 5 heimaleiki og 4 útileiki í síðasta þriðjungnum. Það er því annar gríðarlega mikilvægur leikur hjá liðinu upp á framhaldið núna á fimmtudaginn.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson