Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Bergvin leikmaður 17. umferðar Olís-deildarinnar - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Til hamingju Bergvin!



15. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Bergvin leikmaður 17. umferðar Olís-deildarinnar

Í Morgunblaðinu í dag er tilkynnt að Bergvin hafi verið valinn leikmaður 17. umferðarinnar og þar ræðir Ívar Benediktsson blaðamaður við Sverre Andreas Jakobsson um Bergvin og baráttu hans við að koma sér í stand eftir erfið meiðsli.

Eftir að hafa farið í tvígang úr axlarlið og með mikilli vinnu og þolinmæði hefur Bergvin mætt sterkur til leiks
Forréttindi að hafa svona leikmann í hópnum

„Bergvin hefur alltaf verið ósérhlífinn og staðráðinn í að koma sér á þann stað sem hann var á þegar hann meiddist. Með mikilli vinnu þá færist hann nær markinu,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari handknattleiksliðs Akureyrar, um lærisvein sinn, Bergvin Þór Gíslason.

Bergvin Þór fór hamförum og skoraði 13 mörk þegar Akureyri vann nauman sigur á Gróttu, 29:28, á Seltjarnarnesi í Olís-deild karla á laugardaginn. Ljóst er að af þeim leik að Bergvin Þór er á góðri leið með að jafna sig af erfiðum meiðslum sem hafa sett alvarlegt strik í handboltaferilinn síðustu tvö árin.


Bergvin gat svo sannarlega brosað eftir Gróttuleikinn. Mynd: mbl.is/​Eva Björk

„Hann fór tvisvar úr axlarlið með nokkuð skömmu millibili. Þessu fylgdi erfið aðgerð, ekki í seinna skiptið, með tilheyrandi vinnu við endurhæfingu. Bergvin var að jafna sig af þessu þegar ég kynntist honum þegar ég flutti til Akureyrar fyrir einu og hálfu ári,“ segir Sverre.

Hefur stjórnað ferðinni
Bergvin Þór, sem er 24 ára gamall, var helsti leikmaður Akureyrarliðsins leiktíðina 2012-2013 þegar hann varð þriðji markahæsti leikmaður liðsins með 87 mörk í 20 leikjum á Íslandsmótinu. Um það leyti fór Bergvin úr axlarlið í kappleik og þegar hann var á góðri leið með að jafna sig gerðist það aftur. Síðan hefur hann gengið í gegnum stranga endurhæfingu. „Við höfum alveg látið hann stjórna því hvað hann vill og treystir sér til að gera. Smátt og smátt hefur hann komið til baka með mikilli vinnu,“ sagði Sverre.

„Hann kom inn í liðið haustið 2014 og átti þá mjög erfitt með að skjóta á markið. Honum tókst hinsvegar ótrúlega vel að vinna úr þeim möguleikum sem hann hafði,“ sagði Sverre og bætti við að til að byrja með hefði Bergvin Þór verið hugsaður sem varnarmaður. Menn hefðu viljað að hann hlífði öxlinni eins og kostur væri á.

„Það var ekki alltaf auðvelt að þurfa að hlífa sér en Bergvin vann vel úr sínum málum með því að taka eitt skref í einu.
Í vor veltum við því fyrir okkur hvort það væri forsvaranlegt að leggja þá ábyrgð á Bergvin að taka að sér stærra hlutverk í sóknarleiknum. Niðurstaðan varð sú að hann héldi sínu striki, ekki síst þar sem hann var tilbúinn til þess sjálfur en eins og ég hef sagt þá höfum ekki pressað sérstaklega á hann. Bergvin hefur fengið að ráða ferðinni,“ segir Sverre en Bergvin Þór er markahæsti leikmaður Akureyrarliðsins á leiktíðinni með 72 mörk í 17 leikjum Olís-deildarinnar.

„Bergvin Þór á mikið inni ennþá upp á að ná fullum styrk en hann hefur tekið skref fyrir skref í einu sem greinilega hefur verið afar skynsamlegt,“ segir Sverre.
„Bergvin er sterkur varnarmaður og öflugur sóknarleikmaður með gott auga fyrir leik. Hann æfir vel og hlífir sér ekki. Það er forréttindi að hafa svona mann í hópnum, reyndar eins og ég get sagt um alla mína leikmenn,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrarliðsins.


Bergvin maður leiksins einu sinni sem oftar

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson