Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
4. flokkur KA í bikarúrslitum um helgina - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Andri Snær er kominn með strákana í úrslitaleikinn

23. febrúar 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

4. flokkur KA í bikarúrslitum um helgina

Lið Akureyrar komst ekki í bikarúrslitahelgina að þessu sinni en engu að síður er lið frá Akureyri í bikarúrslitum nú um helgina. Eldra árið í 4. flokki hjá KA tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með góðum heimasigri á Fylki 23-19 eftir að hafa verið 11-12 undir í hálfleik.

Þjálfarar í flokknum eru okkur góðkunnir en það eru þeir Andri Snær Stefánsson og Jón Heiðar Sigurðsson. Andri Snær er fyrirliði meistaraflokks og Jón Heiðar er fyrrum leikmaður liðsins en hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja í Laugardalshöllina og styðja strákana áfram en þeir leika á sunnudeginum klukkan 13:00. Leikurinn verður einnig sýndur á SportTV.


Efri röð frá vinstri: Jón Heiðar Sigurðsson þjálfari, Ágúst Elfar Ásgeirsson, Jónatan Marteinn Jónsson, Brynjar Valur Valgeirsson, Davíð Matthíasson, Andri Snær Stefánsson þjálfari.
Neðri röð frá vinstri: Jón Ellert Magnússon, Bjarki Freyr Árnason, Dagur Gautason, Almar Jóhannsson, Starri Bernharðsson og Sveinn Áki Ólafsson.

Á myndina vantar Ottó Björn Óðinsson, Angantý Mána Gautason og Frey Jónsson.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson