Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Patrekur var markahæstur hjá Akureyri 1 í dag21. febrúar 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur: Sigur og tap gegn Val í dag Eftir að laugardagsleik Akureyrar-2 og Víkinga hafði verið frestað vegna ófærðar var lengi spurningamerki hvort leikirnir tveir gegn Val yrðu í dag. En Valsmenn komust norður þannig að bæði lið 1 og 2 spiluðu. Fyrri leikur dagsins var viðureign Akureyri-1 og Vals-1 í fyrstu deildinni. Valsmenn, sem sitja á toppi deildarinnar byrjuðu mun betur og náðu strax góðu forskoti. Staðan í hálfleik var 9-14 Val í vil. Þessi fimm marka munur á liðunum hélst megnið af seinni hálfleiknum en undir lokin saxaði Akureyri á forskotið en leiknum lauk með þriggja marka sigri Vals 23-26. Valsmenn geta þakkað stórbrotinni markvörslu Ingvars Ingvarssyni sigurinn en hann varði fjölmörg dauðafæri í leiknum.Mörk Akureyrar: Patrekur Stefánsson 7, Birkir Guðlaugsson, Hafþór Vignisson og Róbert Sigurðsson 3 mörk hver, Almar Bjarnason, Kristinn Ingólfsson og Vignir Jóhannsson 2 mörk hver og Arnþór Finnsson 1 mark. Bernharð Jónsson stóð í markinu allan tímann og stóð sig vel. Strax á eftir mættust Akureyri-2 og Valur-2 í annarri deildinni. Sá leikur þróaðist með öðrum hætti, eftir jafnræði framan af tók Akureyri frumkvæðið og leiddi með tveim mörkum í hálfleik, 12–10. Forysta Akureyrarliðsins jókst jafnt og þétt í seinni hálfleiknum og aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti. Þegar upp var staðið munaði sjö mörkum og flottur sigur, 28–21 staðreynd.Mörk Akureyrar: Heimir Pálsson 6, Arnþór Finnsson og Daði Jónsson 5 mörk hvor, Vignir Jóhannsson 4, Aron Gunnlaugsson 3, Jóhann Einarsson 2, Einar Jónsson, Elvar Reykjalín og Kristján Garðarsson 1 mark hver. Arnar Fylkisson stóð í markinu allan tímann og átti frábæran leik.Arnar Fylkisson átti sannkallaðan stórleik í markinu hjá Akureyri 2
Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook