Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Viðtöl eftir Haukaleikinn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Rætt var við Andra Snæ og Sverre Andreas



7. október 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl eftir Haukaleikinn

Eftir darraðardansinn í KA heimilinu á miðvikudagskvöldið voru tíðindamenn mbl.is og visir.is mættir á gólfið til að ræða við leikmenn og þjálfara liðanna. Einar Sigtryggsson blaðamaður mbl.is ræddi við Andra Snæ Stefánsson, fyrirliða Akureyrar og Janus Daða Smárason, besta mann Haukaliðsins. Þess má geta að Einari varð það á í lýsingu sinni frá leiknum að skrá eitt marka Andra Snæs á Tomas Olason markvörð, en slíkt getur jú hent í hita leiksins.

Andri Snær: Réðum ekkert við Janus Daða

Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyringa í Olís-deildinni í handbolta, mátti ganga stoltur af velli í kvöld þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Haukum. Hans menn gáfu allt í leikinn og ekki vantaði mikið upp á í spilamennsku liðsins til að fá eitthvað út úr leiknum. Vissulega var hann svekktur og sagði þetta:
„Við lögðum okkur virkilega fram í þessum leik en því miður, reyndar eins og áður í vetur, þá dugði það ekki. Við vorum líklega að spila okkar heilsteyptasta leik hér á heimavelli en það var eitt og annað sem við hefðum þurft að gera betur. Það kom tíu mínútna kafli um miðjan fyrri hálfleikinn sem fór dálítið með þetta.


Andri Snær fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum

Við lentum undir og vorum full ákafir á köflum eftir það. Okkur lá ekki svo mikið á en samt verður að segja að sóknarleikurinn var lengstum nokkuð góður. Svo náttúrulega réðum við ekkert við Janus Daða. Hann var bara í sérflokki á vellinum og sama hvað hann gerði, það kom alltaf mark upp úr því. Við hefðum þurft að stoppa hann til að eiga betri séns. Hann þolir nú ýmislegt enda með mjólkina í sér frá Selfossi. Við hefðum samt þurft að taka hann fastari tökum. Við ætluðum að sjálfsögðu að vinna þennan leik og ef það var einhvern tíman séns á að vinna Hauka þá var það núna. Því miður gekk það ekki enda komu þeir sterkir til leiks.“

Svo eru það bara næstu leikir?
„Já við verðum að fara að fá fleiri stig. Það er mikilvægt að ná stigum gegn Fram í næsta leik. Hver leikur í þessari deild er gríðar mikilvægur og við verðum að bæta okkur til að fá fleiri stig en auðvitað ætlum við að vinna Fram og það verður bara gaman að kljást við þá,“ sagði Andri Snær að skilnaði.

Janus Daði: Kaffi og þristur fyrir leik

Janus Daði Smárason var allt í öllu í sóknarleik Hauka í kvöld þegar lið hans lagði Akureyringa að velli í Olís-deild karla. Janus skoraði níu mörk, átti fjölda stoðsendinga og fiskaði brottvísanir og víti.
Segja má að Akureyringar hafi ekkert ráðið við kappann og til marks um seiglu Janusar þá skoraði hann þrívegis eftir að höndin var komin upp hjá dómurunum og sóknir Hauka komnar í öngstræti.
Janus var nú ekkert nema hógværðin í spjalli eftir leik og leit aðeins öðruvísi á hlutina.

„Það má segja að munurinn á leik okkar í dag og í síðustu leikjum hafi verið sá að við vorum að vinna vel saman í sókninni í stað þess að ég væri að hnoðast þetta sjálfur. Okkur gekk vel að finna samherja og opna fyrir góð færi. Ég tók svo bara þá sénsa sem mér buðust og nýtti þá vel enda strákarnir að hjálpa til við opnanir.
Við náðum góðum tökum á leiknum en máttum ekkert slaka á því Akureyringar voru seigir og gáfust aldrei upp. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir góðan leik. Það var gaman að spila hann og liðin hættu aldrei. Ja, nema kannski við þarna í restina þegar við gáfum þeim þrjú mörk. Í heildina var varnarleikurinn fínn og við erum hreinlega að finna grunnþættina á ný. Við vorum kannski ekki að spila á fullu gasi í fyrstu leikjunum og héldum að hlutirnir kæmu að sjálfu sér. Það gekk að sjálfsögðu ekki og nú erum við farnir að bakka hvern annan upp og berjast saman.“


Janus Daði með viðurkenninguna sem besti maður Haukaliðsins

Krafturinn í Janusi í leiknum var þvílíkur að blaðamaður varð að spyrja hvað hann hefði borðað fyrir leik. „Það er alltaf pasta á Blönduósi þegar við komum norður. Svo er það bara kaffi og þristur í N1 á eftir“ sagði kappinn. Nú er bara spurning hvort aðrir leikmenn fari að prófa þessa samsetningu fyrir leiki.

Umfjöllun visir.is var í höndum Ólafs Hauks Tómassonar en hann ræddi við þjálfara liðanna, Sverre Andreas Jakobsson og Gunnar Magnússon.

Sverre: Erum á réttri leið með margt

„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp. Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag.

Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld.


Sverre tekur fullan þátt í leik sinna manna

Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut.
„Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling.
Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.

Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka.


Gunnar Magnússon brúnaþungur og býst til að taka leikhlé

Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna.
„Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar.

Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri.
„Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson