Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Nóg að gera á suðurvígstöðvunum14. október 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur dagsins: HK - Akureyri Ungmennalið Þessa helgina eru þrír útileikir á dagskrá hjá liðum Akureyrar. Ungmennaliðið sem leikur í 1. deild karla byrjar í kvöld, föstudag þegar strákarnir heimsækja HK í Digranesið í Kópavogi. Sá leikur hefst klukkan 20:00. Við höfum því miður ekki séð nein merki um að leikurinn verði sýndur beint en munum setja inn upplýsingar um það ef þær berast. Að sjálfsögðu hvetjum við alla stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að kíkja á leikinn og styðja strákana. Ungmennaliðið heldur svo á Selfoss á morgun, laugardag þar sem strákaranir mæta Mílunni en samkvæmt nýjustu upplýsingum hefst sá leikur klukkan 11:30 . Mílumenn og Selfyssingar hafa sýnt sína leiki á Selfoss-TV og eru búnir að gera ráðstafanir til að sýna leikinn á laugardaginn. Smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni, hún hefst rétt fyrir 11:30 á laugardaginn á Selfoss TV. Meistaraflokkur Akureyrar á síðan útileik gegn Fram í Olís deild karla á laugardaginn klukkan 16:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Framhúsið í Safamýrinni og styðja strákana til sigur í þeim leik enda mikið undir. Því miður höfum við ekki fundið nein merki um að sá leikur verði sýndur á netinu en munum setja upplýsingar um það á heimasíðuna ef þær berast. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook