Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42
- ()
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45
klukkan:
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46
Dómarar:
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Geir Guðmundsson verður í hópnum í dag en Valdi verður fjarri góðu gamni
4. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Stjarnan - Akureyri í beinni textalýsingu
Í dag verður heil umferð í N1 deild karla og fá leikmenn Akureyrar það hlutverk að heimsækja Stjörnuna í Garðabæ. Það verður ekki auðveldur leikur enda eiga Stjörnumenn harma að hefna frá síðasta leik liðanna hér í Höllinni en það var einmitt upphafið að sigurgöngu Akureyrarliðsins.
Stuðningsmenn Akureyrarliðsins á suðvesturhorninu hafa staðið rækilega við bakið á liðinu í síðustu útileikjum og nú heitum við á alla að mæta í Mýrina í kvöld og halda uppi stemmingu og gleði með strákunum.
Að sjálfsögðu verður heimasíðan á staðnum og verður leiknum lýst hér á síðunni fyrir okkar frábæru stuðningsmenn sem ekki eiga kost á því að mæta á leikinn. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og hefst lýsingin rétt fyrir leik.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist sjálfvirkt á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:30 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Við litum inn á æfingu hjá Akureyrarliðinu í gær, og hittum þar fyrir okkar menn í úrvalsliði N1 deildarinnar þá Hafþór Einarsson og Odd Gretarsson sem rétt fengust til að stilla sér upp fyrir myndatöku í tilefni dagsins enda undirbúningur fyrir Stjörnuleikinn í fullum gangi.
Hafþór, besti markvörðurinn og Oddur besti vinstri hornamaðurinn á æfingu eftir útnefninguna í gær
Það kom fram að Þorvaldur Þorvaldsson mun missa af leiknum, Valdi á ennþá við eymsli að stríða í læri en vonast eftir því að verða klár í næsta leik sem er eftir viku á móti HK.
Þá vitum við að Árni Sigtryggsson verður ekki með en í hópnum verður að öllum líkindum kornungur strákur, Geir Guðmundsson en hann er mikið efni og verður athyglisvert að fylgjast með honum í framtíðinni.
Það verður sem sé líf og fjör í handboltanum í dag og Akureyrarliðið þarf á öllum sínum krafti og stuðningi að halda.
Garðbæingar eru með hörkulið og gefa ekkert eftir
2. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Útileikur á fimmtudaginn gegn Stjörnunni
Það hefur verið tíðindalítið á handboltavígstöðvunum hér innanlands síðustu tvær vikurnar á meðan landsliðið stóð í ströngu í Þýskalandi. En það verður nóg að gera á fimmtudaginn þegar leikin verður heil umferð í N1 deild karla. Akureyri fer í heimsókn í Garðabæinn og leikur gegn Stjörnunni og er óhætt að segja að sá leikur verði mikil prófraun á okkar menn. Stjarnan er með hörkulið sem á eftir að sýna klærnar og skyldi enginn vanmeta þá því það býr miklu meira í Stjörnuliðinu en staða þeirra í deildinni segir til um. Þannig voru Valsmenn heppnir að ná jafntefli í Garðabænum í haust auk þess sem Stjarnan vann góðan útisigur á HK 26-29.
Skyttan Fannar Þór Friðgeirsson sem gekk til liðs við Stjörnuna í sumar frá Val hefur verið langatkvæðamestur hjá þeim í vetur og verið að skora sex mörk að meðaltali í hverjum leik, hann skoraði t.d. sjö mörk gegn Akureyri hér í haust.
Fannar er hér í Valsbúningnum
Þá hefur Hermann Björnsson verið iðinn við markaskorunina auk þess sem stórskyttan Vilhjálmur Ingi Halldórsson fór hamförum á móti Víkingum og skoraði átta mörk í þeim leik. Þá er rétt að benda á stórhættulega menn eins og hornamanninn Ragnar Má Helgason, línumanninn Fannar Þorbjörnsson og refinn Ólaf Sigurjónsson sem getur gert ótrúlegustu hluti þegar sá gállinn er á honum.
Stjörnumenn hafa verið óheppnir með meiðsli í vetur, þannig hefur Björgvin Hólmgeirsson misst af stórum hluta mótsins og vitum við ekki hvernig staðan er á honum í dag né Ronald Eradze markverði sem hefur oft reynst okkar mönnum illviðráðanlegur. Hins vegar er hornamaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson kominn af stað aftur eftir meiðsli og munar um minna.
Þjálfari Stjörnunnar er enginn annar en reynsluboltinn Patrekur Jóhannesson og ljóst að hann veit hvað þarf til að koma sínum mönnum í gang fyrir leikinn.
Það er hins vegar ljóst að Árni Sigtryggsson verður ekki í leikmannahópi Akureyrar í þessum leik og spurningamerki með Þorvald Þorvaldsson sem meiddist í síðasta leik auk þess sem Hafþór Einarsson meiddist á æfingu í síðustu viku. Það er því ljóst að menn verða að þjappa sér saman og berjast til síðasta manns því það hefur ekkert lið efni á því að vanmeta Stjörnuna á sínum heimavelli.
Við hvetjum hina fjölmörgu stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að mæta í Garðabæinn og láta duglega til sín taka sem þeir hafa gert svo snilldarlega í síðustu leikjum. Með frábærum stuðningi þeirra getur allt gerst og við lofum hörkuleik.
Það er ekki sjálfgefið hver kemur í stað Árna
2. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hver leysir Árna Sigtryggsson af á fimmtudaginn?
Nú er loksins að koma að leik hjá okkar mönnum en á fimmtudaginn fara strákarnir í Garðabæinn og eiga þar útileik gegn Stjörnunni. Það er þó skarð fyrir skildi hjá okkar strákum að Árni Sigtryggsson verður fjarri góðu gamni en hann fór sem kunnugt er í aðgerð á vinstri öxlinni og þarf að hvíla hana í nokkrar vikur. Það verður því forvitnilegt að sjá hver eða hverjir leysa skyttustöðuna hægra megin á fimmtudagskvöldið.
Við heyrðum í Rúnari Sigtryggssyni um hvernig hann ætlaði að leysa málið? "Við gátum reyndar lítið æft saman í síðustu viku, bæði vegna landsliðsæfinga hjá U21 árs landsliðinu og síðan var Höllin upptekin vegna árshátíðar Menntaskólans. En af síðustu æfingum að dæma þá er enginn sem skarar sérstaklega framúr til þess að spila fyrir utan, hægra megin á móti Stjörnunni. Ég er búinn að reyna nokkra í þessari stöðu og eina ályktunin sem ég dreg af þeim æfingum sem búnar eru, er að ég verð líklega að reyna fleiri leikmenn í þessari stöðu og væntanlega endar maður á því að treysta einum til tveim leikmönnum til þess að skila þessari stöðu í heilan leik," sagði Rúnar.
Það er því ljóst að liðinu er vandi á höndum og ekki sjálfgefið hvernig á að bregðast við. En að sama skapi er nú tækifæri fyrir aðra leikmenn að sanna sig og sýna að þeir hafi burði til að hlaupa í skarðið, það eru jú tveir dagar í leik.