Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Akureyri úr leik eftir ótrúlegan leik í Austurbergi - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan





Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46
     -    ()
klukkan:
Dómarar:
Umfjöllun

Það var frábært að fylgjast með Heimi í dag





12. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri úr leik eftir ótrúlegan leik í Austurbergi

ÍR og Akureyri mættust í dag í oddaleik um sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins. Búast mátti við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega, þvílíkur leikur hér í dag. Liðin skiptust á að hafa forystuna og var gríðarlega hart barist. Það er langt síðan ég hef skemmt mér jafn mikið á handboltaleik og þvílík spenna að horfa á þessa veislu.

ÍR-ingarnir byrjuðu betur og komust í 4-2 eftir sex mínútna leik. Þá komu þrjú Akureyrsk mörk í röð og Akureyri komið í forystu. Aftur gáfu ÍR-ingar í og komust í 8-5, okkar menn hættu þó alls ekki og komu sterkir til baka og voru yfir í hálfleik 12-13.

Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn ákaflega vel og náði fljótlega þriggja marka forystu, 12-15, og liðið hélt henni um stund. En í stöðunni 14-17 fór sóknarleikur Akureyrar að hiksta og næstu fimm mörk voru heimamanna. Enn gafst okkar lið ekki upp og náði að jafna strax í 19-19 og aftur í 20-20 þegar tíu mínútur voru eftir. Þetta féll svo með ÍR-ingunum undir lokin og þeim tókst að sigra 24-22 í svakalegum leik.

Til að sjá nánari lýsingu á gangi leiks bendi ég á Beinu Lýsinguna okkar frá leiknum.

Varnarleikur Akureyrar var mjög góður í dag og Tomas Olason í markinu var frábær. Það voru nokkrir boltar sem maður hefði viljað sjá Tomas taka en hann tók á móti nokkur algjör dauðafæri og Tomas er klárlega einn af bestu markmönnum deildarinnar, engin spurning. Pekingvörnin, Sverre og Ingimundur, var á fleygiferð og þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum. Björgvin Hólmgeirsson var magnaður í liði ÍR og það að reyna að stöðva hann er næstum því ógerlegt.

Björgvin var virkilega erfiður en ekki nóg með skotógnina frá honum þá var hann að opna vel fyrir aðra í ÍR-liðinu, sérstaklega Jón Heiðar á línunni. Björgvin er einfaldlega leikmaður sem á að vera í atvinnumennsku. Það var alveg magnað að fylgjast með Sverre og Ingimundi, Sverre hefur líklega spilað sinn síðasta leik og flottur endir þó sigur hafi ekki unnist. Halldór Logi var líka virkilega öflugur í vörninni í dag sem og í sókn, hefði þó alveg verið pæling að gefa Þrándi einhverjar mínútur enda var barningurinn á línunni bæði í vörn og sókn allsvakalegur í dag og kostað mikinn kraft hjá Dóra að spila allan leikinn.

Heimir Örn Árnason var algjörlega ótrúlegur í dag, þvílíkur kraftur í gamla sem verður 36 ára eftir tæpan mánuð. Heimir lokaði gjörsamlega á Arnar Birki í vörninni en Arnar hafði farið mikinn í fyrri leikjum liðanna. Sóknarlega stjórnaði hann svo leiknum af yfirvegun og færði ró til meðspilaranna. Þá skoraði Heimir nokkur ótrúleg seiglumörk sem hjálpuðu mikið í dag. Þvílíkur leikur hjá kappanum og algjör synd að hann skuli vera að fara að hætta að spila, að eiga svona leik og spila heilar 50 mínútur er algjörlega magnað.

Einnig mæddi mikið á Sigþóri, hann átti nokkrar eftirminnilegar yfirhandarfintur þar sem hann flaug í gegnum vörnina og skoraði. Það fór meira fyrir Sissa í fyrri hálfleik en ekkert hægt að setja út á hann. Bergvin sem hefur varla kraft í að kasta á markið vegna axlarmeiðsla gaf allt í þetta, fórnaði sér í allar þær opnanir sem voru í boði og sótti vítaköst.

Heiðar Þór og Kristján Orri voru allan tímann í hornunum og stóðu sig með sóma. Heiddi skoraði úr öllum 5 vítunum sem hann tók og nýtti öll færin sín í horninu, frábært að geta bókað mark þegar hann skýtur á markið. Kristján Orri hefur nýtt færin betur en ætla svo sannarlega ekki að setja út á hans leik, bara mannlegt að menn geti klikkað inn á milli, en kraftinn vantaði ekki í spilamennskuna.

Ég get ekki annað en hugsað til þess að ef Nicklas Selvig hefði ekki snúið sig svona illa í síðasta leik þá hefði Akureyri líklega klárað þennan leik. Akureyri þurfti að spila með rétthentan mann í hægri skyttunni allan leikinn og miðað við hvernig ástandið á mönnum er þá var það erfitt. Ef það hefði verið hægt að dreifa álaginu aðeins meira þá er aldrei að vita hvað hefði gerst.

Það er ekki hægt að benda á eitthvað sem klikkaði í dag, menn gáfu gjörsamlega allt í þennan leik og var aðdáunarvert að fylgjast með liðinu í dag. Þessi leikur var auðvitað alltaf að fara að ráðast á litlu hlutunum og að þessu sinni datt þetta ÍR megin. Það var æðislegt að fylgjast með leiknum í dag og það sárasta í þessu er að fá ekki fleiri svona leiki með okkar liði, en menn eiga að ganga frá þessu einvígi með höfuðið hátt.

Maður leiksins: Heimir Örn Árnason

Tengdar fréttir

Atli kveður handboltann

13. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Svipmyndir frá oddaleiknum, Heimir gerist dómari

Bæði RÚV og Stöð 2 fjölluðu um oddaleik ÍR og Akureyrar frá því í gær í fréttatímum sínum. Einnig fylgir með frétt þar sem fjallað er um ákvörðun Heimis að leggja skóna á hilluna og gerast dómari. Við erum búin að taka þetta allt saman í eitt myndband sem hægt er að horfa á hér að neðan.

Þá kemur fram að Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar hyggst segja þetta gott í handboltanum en getur þó ekki útilokað að hann komi til baka einhvern tímann síðar.



Vissulega eru menn súrir með lok á tímabilinu núna



13. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl eftir oddaleikinn gegn ÍR

Að venju spáum við í viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir Oddaleik Akureyrar og ÍR í gær. Eins og við er að búast blandast inn í viðtölin fleira en leikurinn sjálfur enda tímamót væntanlega hjá ýmsum leikmönnum.
Byrjum á viðtölum Péturs Hreinssonar blaðamanns mbl.is en hann ræddi við Heimi Örn Árnason og Bjarna Fritzson.

Heimir Örn: Ekki jákvætt að ég hafi spilað 50 mín

Heimir Örn Árnason átti góðan leik og skoraði sex mörk fyrir Akureyri sem beið lægri hlut fyrir ÍR í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í dag 24:22. Akureyringar litu vel út í síðari hálfleik og komust meðal annars í þriggja marka forskot í stöðunni 17:14 en þá hrökk allt í baklás.
„Það var eitthvað bölvað rugl sem fór í gang þá. Við vorum ekki nógu klókir og klaufar að missa þetta svona fljótt niður. Það mátti búast við því að þetta yrðu eitt tvö mörk sitt hvoru megin. Ég er stoltur af mínu liði og við náðum að gera þetta að hörkuleik og við hefðum auðveldlega getað unnið,“ sagði Heimir.

Þegar Heimir var beðinn um að líta yfir tímabilið var hljóðið í honum ekkert sérstakt, sér í lagi í ljósi þess hversu mikið hann spilaði í dag.
„Þetta var lélegt tímabil. Við vorum hrikalega óheppnir. Við vorum með Bergvin, einn besta sóknarmanninn og hann komst aldrei í gang. Svo fengum við Dana sem var flottur og hann meiðist. Það er ekkert mjög jákvætt að ég hafi spilað 50 mínútur í þessum leik,“ sagði Heimir.
Nánar er rætt við Heimi í meðfylgjandi myndskeiði.

Bjarni Fritzson: Óvanur því að vera út af

Bjarni Fritzson þjálfari ÍR-inga var sáttur með það að hafa komist í gegnum Akureyringa í átta liða úrslitum Olís-deildar karla en ÍR vann Akureyri 24:22 í hörkuleik í Breiðholti.
„Ég er fyrst og fremst ánægður með að við skyldum ná að klára þetta og halda ferðalaginu áfram. Þetta hefur verið hrikalega skemmtilegur en jafnframt erfiður vetur. Ég er stoltur og glaður að við skulum klára þetta heima með fólkinu okkar,“ sagði Bjarni.

Mikið var um brottrekstra í leiknum en bæði lið voru samtals 12 mínútur út af í leiknum.
„Þetta var hörkuleikur, úrslitaleikur og allir vilja komast áfram. Menn henda í öll „trikk“ í bókinni til að ná því. Það tókst hjá okkur,“ sagði Bjarni sem gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar hann var sjöundi maður ÍR-inga inni á vellinum þegar þeir áttu að vera sex.

ÍR-ingar lenda þremur mörkum undir þegar skammt var liðið af síðari hálfleik og fara á þeim tímapunkti oft út af.
„Við förum mikið út af á þeim kafla og svo geri ég mig sekan um slæm mistök að koma inná. Ég er svo óvanur því að vera útaf. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ sagði Bjarni léttur og hélt áfram.
„Á þessum kafla ná þeir góðri siglingu. Akureyrarliðið er mjög vel mannað, með flotta unga stráka. Við vissum að þetta yrði hrikalega erfitt enda allir búnir að spá þeim sigri í einvíginu,“ sagði Bjarni sem býst við erfiðu einvígi á móti Aftureldingu.

Nánar er rætt við Bjarna í myndskeiðinu.



Ingvi Þór Sæmundsson blaðamaður visir.is ræddi við Heimi Örn svo og ÍR-ingana Björgvin Hólmgeirsson og Davíð Georgsson.

Heimir: Miklu betri handbolti en í fyrstu tveimur leikjunum

Heimir Örn Árnason bar sig vel þrátt fyrir tap Akureyrar fyrir ÍR í Austurberginu í dag.
„Þetta eru mikil vonbrigði en það var gaman að spila og stemmningin var frábær. Þetta var miklu betri handbolti en í fyrstu tveimur leikjunum, miklu meiri tilþrif og áhorfendavænna. Hinir leikirnir voru bara lélegir að mér fannst.

Þetta var skemmtilegur leikur og þetta datt þeirra megin,“ sagði Heimir en leikurinn í dag var mjög harður. Heimir kippti sér lítið upp við það.
„Svona á þetta að vera, brottvísanir og rauð spjöld.
Það sem þeir höfðu fram yfir okkur var að þeir höfðu ferska menn sem voru að koma aftur eftir meiðsli. Maður er djöfulli ferskur þegar maður kemur aftur eftir meiðsli,“ sagði Heimir sem viðurkenndi að fjarvera dönsku skyttunnar, Nicklas Selvig, hefði haft mikið að segja.
„Það munaði rosalega mikið um hann í spilinu í sókninni. Við vorum í tómu rugli í sókninni síðasta kortérið. Þetta var endalaust hnoð. Hann er góður skotmaður þótt hann sé nettur,“ sagði Heimir.

En hvað tekur við hjá honum?
„Það kemur bara í ljós. Vonandi fer ég að sprikla meira í dómgæslunni og var hrikalega ánægður með Anton og Jónas í dag. Það er um að gera að prófa eitthvað nýtt í lífinu,“ sagði Heimir að endingu.


Heimir sækir að Davíð Georgssyni í vörn ÍR-inga

Björgvin: Ánægðastur með sigurinn

Björgvin Hólmgeirsson átti stórleik þegar ÍR vann tveggja marka sigur á Akureyri í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu.
„Við unnum, ég er ánægðastur með það. Við náðum að stoppa þá í vörninni og fengum mörk í sókninni. Það var mjög ánægjulegt.

Þetta voru tvær sterkar varnir sem mættust hér. Akureyri vinnur yfirleitt á því að spila sterka vörn og hornamennirnir þeirra skora mikið úr hraðaupphlaupum.
En okkur gekk ágætlega að stoppa þá í dag,“ sagði Björgvin sem segist vera í ágætis ásigkomulagi þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli undanfarnar vikur.

Davíð: Tók nokkrar mínútur að fínpússa vörnina

„Þetta var stál í stál allan tímann og Akureyringar eru með hörkulið. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,“ sagði Davíð Georgsson sem átti flottan leik í sigri ÍR á Akureyri í dag.

Hann sagði að breyting á varnarleik ÍR hafi skipt sköpum en Breiðhyltingar fóru að spila 5-1 vörn í seinni hálfleik eftir að hafa leikið flata 6-0 í þeim fyrri.
„Við skiptum um vörn í seinni hálfleik og það tók nokkrar mínútur að fínpússa hana. En svo fór hún að virka. Það var líka mikilvægt að fá Aron (Örn Ægisson) aftur inn eftir meiðsli en hann var sterkur í vörninni.
Þegar vörnin fór í gang fengum við mörk úr hraðaupphlaupum og náðum yfirhöndinni á nýjan leik,“ sagði Davíð sem var að vonum ánægður með frammistöðu Björgvins Hólmgeirssonar sem sneri aftur í lið ÍR í dag og skoraði átta mörk.
„Björgvin kom sterkur inn sem og Aron. ÍR-hjartað skein í gegn og menn fórnuðu sér í þetta,“ sagði Davíð að lokum.


Á sport.is er að finna viðtal við Sverre Andreas Jakobsson, spilandi aðstoðarþjálfara.

Sverre: Kannski síðasti leikurinn

Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyri, var vitaskuld vonsvikinn eftir að ÍR slógu hann og hans menn úr leik í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta.
„Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði bara svona 50/50 leikur og að þetta myndi ráðast bara á síðustu mínútunum og jafnvel síðustu sekúndunum og það varð svo raunin.“

Hann segir að ÍR hafi verið klókari þegar máli skipti.
„Þeir voru bara aðeins klókari í lokinn. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og það var það sem þeir voru með umfram okkur og því fór sem fór.“

Hann fór svo eilítið yfir framtíð sína en hann segist ekki ætla að spila aftur og því var leikurinn í dag líklega síðasti leikur Sverre. Það er þó ekki venjan að fá bara hreint já eða nei svar þegar spurt er úti framtíð Sverre eins og sjá má í viðtalinu hér fyrir neðan.




Á vefnum fimmeinn.is eru viðtöl við Heiðar Þór Aðalsteinsson og Sævar Árnason auk viðtala við ÍR-ingana Björgvin og Davíð.

Heiðar Þór: Mér finnst við vera með miklu betra lið

Heiðar Þór Aðalsteinsson hornamaður Akureyrar sem búinn er að eiga frábært tímabil var eðlilega sár og svekktur að vera kominn í sumarfrí. Hann sagði þessar viðureignir hafa sýnt að þetta væru bæði frábær lið og þetta hefði að lokum dottið ÍR megin.

Sævar: Við höfum ekki notað meiðsli leikmanna sem afsökun í vetur

Sævar Árnason aðstoðarþjálfari Akureyrar er þrautreyndur í handboltanum og veit sem er að úrslit í 3 leikja rimmu ráðast á litlum atriðum. Leikirnir hefðu allir verið hnífjafnir og hefðu verið að vinnast á 2-3 mörkum í sitthvora áttina.
Liðin virðast vera nánast hnífjöfn að getu og þetta hefði ráðist á litlum atriðum eins og þegar Akureyringar hefðu verið komnir yfir þá hefðu þeir farið að missa menn útaf og ÍR hefði farið að finna taktinn.

Davíð: Bjarni er erfiður og með langa videofundi

Davíð Georgsson var drjúgur eins og venjulega í liði ÍR og sagði að það væri gríðarlegur léttir að hafa klárað þetta Akureyrar verkefni sem hefði verið mjög erfitt á móti sterku liði.
Bjarni Fritzson laumaði sér bak við fréttaritara og hvíslaði að hann vildi fá álit Davíðs á þjálfaranum, það stóð ekki á svörum frá Davíð sem sagði Bjarna erfiðan, með langa videofundi.

Björgvin: Mun skemmtilegra að spila en vera á æfingum

Björgvin Hólmgeirsson sýndi svo um munaði hversu mikilvægt er að hann sé leikfær, Björgvin skoraði 8 mörk og sagði að menn væru bara 100% þegar þeir væru inn á vellinum.



Þrándur blæs til orustu

12. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Allt klárt fyrir leik dagsins - blásið til orustu

Leikmenn Akureyrar héldu suður yfir heiðar í gær og undirbúa sig fyrir leikinn gegn ÍR. Hópurinn hittist eins og oft áður á BK-kjúkling á Grensásveginum og þar komu nokkrir harðir stuðningsmenn til að heilsa upp á strákana. Þar á meðal Guðmundur Bjarkason, betur þekktur sem Gvendur, og tók létta upphitun með strákunum.

Við fengum þessa skemmtilegu mynd nú rétt áðan þar sem Þrándur blæs í veglegt nautshorn og Andri Snær lemur sneriltrommu. Þessi hljóðfæri gefa væntanlega tóninn í Austurbergi á eftir!


Þjálfarapar Akureyrar frá því í fyrra berst um sæti í undanúrslitum



12. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Upphitun fyrir úrslitaleikinn gegn ÍR



Í dag klukkan 16:00 hefst úrslitaleikur ÍR og Akureyrar um laust sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins. Búast má við hörkuleik enda eru liðin ákaflega jöfn að getu. Hvort að heimavöllurinn muni hjálpa ÍR-ingunum mun koma í ljós en stutt er síðan Akureyri fór með sigur af hólmi í Austurberginu.

Liðin hafa nú mæst fimm sinnum í vetur og gæti niðurstaðan varla verið jafnari. Akureyri hefur unnið tvo leiki og þar á meðal síðasta leik liðanna í Höllinni á föstudaginn. ÍR-ingar hafa einnig unnið tvo leiki en einum leik liðanna lauk með jafntefli. Tveir af þessum leikjum hafa verið í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins og er staðan 1-1 fyrir oddaleikinn í dag.

Liðin munu mætast í fjórða sinn á aðeins 11 dögum og því lítið sem ætti að koma á óvart enda ættu menn að fara að þekkja liðin ansi vel. Fyrir áhugasama bendum við á grein þar sem við fjöllum um helstu leikmenn ÍR liðsins.

Nýjustu fregnir herma að markahæsti leikmaður Olís Deildarinnar, Björgvin Þór Hólmgeirsson, verði leikfær á ný en hann missti af síðasta leik liðanna og lék aðeins upphafsmínúturnar í fyrri leik liðanna í einvíginu. Ástandið á kappanum mun koma í ljós síðar í dag en Bjöggi er ótrúlega góður leikmaður og ljóst að hann mun gefa ÍR-ingum aukinn kraft.

Á sama tíma er ólíklegt að Nicklas Selvig, danski leikmaður Akureyrar, verði leikfær eftir að hafa snúið sig illa í leik liðanna á föstudaginn. Selvig átti góðan leik og er slæmt ef hann mun vanta í dag. Maður kemur þó í manns stað.

Eins og oft gerist í svona úrslitaleikjum þá vinnur það lið sem berst meira fyrir sigrinum. Það er því ólíklegt að við fáum fjarska fallegan handbolta í dag en frekar baráttu og spennuleik þar sem ekkert verður gefið eftir. Nú er bara að vona að okkar menn standi uppi eftir slíka baráttu og fagni sæti í næstu umferð.

Leikurinn verður í Beinni Lýsingu hér á síðunni og hvetjum við alla til að fylgjast vel með gangi mála ef þið komist ekki í Austurbergið, áfram Akureyri!


Heimir og Bjarni þjálfuðu Akureyri í fyrra en mætast nú með sitthvoru liðinu í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum. Hvor hefur betur?



Akureyri hefur ekki fengið mikla athygli hjá RÚV í gegnum tíðina

11. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikurinn ekki sýndur í sjónvarpinu, textalýsing



Stórleikur ÍR og Akureyrar sem mun skera úr um hvort liðið fer áfram í undanúrslit Íslandsmótsins verður ekki sýndur í sjónvarpinu. Þetta ætti að vísu ekki að koma á óvart enda hefur enginn leikur með Akureyri verið sýndur í vetur.

Við munum þó að sjálfsögðu bjóða upp á Beina Textalýsingu frá leiknum eins og við höfum gert frá stofnun félagsins árið 2006.


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson