Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Gummi og Geir komu tölvuvert við sögu í leiknum



21. maí 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

U-18: Sigur í fyrsta leik

Nú er lokið fyrsta leik Íslands í undankeppni EM U-18 ára liða. Íslensku strákarnir unnu Belga 33-24 eftir að hafa verið yfir 15-10 í hálfleik. Norðmenn unnu Ukraínu fyrr í dag 33-25 þannig að Ísland er efst í riðlinum eftir fyrsta daginn.
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 6 mörk, þar af 3 úr vítaköstum og Geir Guðmundsson skoraði 4 mörk.

Íslensku strákarnir byrjuðu þennan leik vel og eftir 10 mínútna leik var staðan 7-3 en þá breyttu Belgar um vörn og fóru í 3-3 og það tók strákana smá tíma að bregðast við því og Belgar náðu að minnka muninn í 9-7 eftir 20 mínútna leik. En með góðri hjálp frá Sigga í markinu þá náðu strákarnir að slíta sig aftur frá Belgum og voru yfir í hálfleik 15-10. Í seinni hálfleik hélt liðið áfram af sama krafti og spilaði góða vörn sem hjálpaði þeim til þess að auka muninn enn frekar en eftir 15 mínútur var íslenska liðið búið að ná 8 marka forystu 25-17. Liðið hélt áfram af fullum kafti seinni 15 mínúturnar og náði mest 11 marka forystu 31-20 en eins og fyrr segir endaði leikurinn með sigri Íslands 33-24.

Markaskorarar Íslands í kvöld voru: Sveinn Aron Sveinsson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 6/3, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Rúnar Kristmundsson 4, Geir Guðmundsson 4, Þráinn Jónsson 3, Árni Benedikt Árnason 1, Ísak Rafnsson 1, Arnar Daði Arnarsson 1 og Leó Péturson 1.

Sigurður Ingiberg Ólafsson stóð vaktina í 50 mínútur og varði 13 skot og Arnar Þór Sveinsson varði 1 skot.

Næsti leikur liðsins er annaðkvöld (laugardag) gegn Úkraínu.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála í mótinu með því að smella hér.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson