Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Geir og Gummi í góðum málum í Belgíu
22. maí 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
U-18: Sigur í öðrum leik og sætið á EM gulltryggt
U-18 landslið karla sigraði í dag lið Úkraínu 32-27 í öðrum leik liðsins í undankeppni EM. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Ísland. Liðið spilaði ekki vel í fyrri hálfleik og þá sérstaklega sóknarlega en það var allt annað lið sem kom inná völlin í síðari hálfleik og það var sérstaklega góður varnarleikur sem skilaði liðinu þessum sigri í dag.
Með þessum sigri hefur liðið náð að tryggja sig inná lokakeppni EM sem mun fara fram í Svartfjallalandi í ágúst.
Næsti leikur liðsins er svo á morgun á móti Noregi kl 09:00 að íslenskum tíma en leikurinn er jafnframt úrslitaleikur um það hvort liðið sigrar þessa riðlakeppni.
Mörk Íslands
: Sveinn Aron Sveinsson 9/1, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Arnar Daði Arnarsson 3, Ísak Rafnsson 3, Geir Guðmundsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3/1 Pétur Júníusson 2, Rúnar Kristmundsson 2, Þráinn Jónsson 1, Magnús Óli Magnússon 1 og Árni Benedikt Árnason 1
Markmenn liðsins skiptu á milli sín hálfleikum og vörðu ágætlega
Arnar Þór Sveinsson 8 skot og Sigurður Ingiberg Ólafsson 5 skot.
Hægt er að fylgjast með stöðu mála í mótinu með því að
smella hér
.
Það er greinilega létt yfir íslensku strákunum sem hafa sent dagbókarpistla um dvölina. Við birtum hér tvo pistla sem teknir eru af heimasíðu HSÍ.
Dagbók frá Belgíu dagur 2
Föstudagurinn byrjaði snemma, fyrsti leikur gegn heimamönnum um kvöldið og menn virkilega spenntir og tilbúnir í verkefnið. Menn mættu misfríðir í morgunmatinn og á misjöfnum tíma en þegar upp var staðið höfðu allir mætt á til settum tíma. Hlíðarendapilturinn, Svenni var þó mjög tæpur á að mæta á réttum tíma í rútuna og var herbergisfélaginn smeykur um að lítill svefn nóttina áður hafði haft áhrif á nýliðann.
Einar „Störe“ Jóns. byrjaði með dínamískri upphitun af dýrari gerðinni. Eldri sigruðu fótboltann enn og aftur og við tók róleg æfing en samt sem áður árangursrík. Farið var yfir það sem átti að spila um kvöldið. Einar sjúkra endaði svo æfinguna með brandarahorninu en það var í “dekkri” kantinum hjá honum þessa æfinguna og ekki hægt að hafa fleiri orð um það hér.
Eftir æfinguna tók svo við okkur dýrindis súpa, það er greinilegt að í Belgíu er súpan í hávegum höfð. Eitthvað virtist sem að skeggjaði kokkurinn væri farinn að grafa lengra niður í garðinum því súpan var heldur brún... en hún bragðaðist þó betur en á horfðist.
Eftir matinn var haldið upp á fimm kúlu hótelið þar sem við tók hvíld. Sveitamennirnir kíktu á Einar og skelltu sér í sjúkranudd fyrir komandi leik, eitthvað virtist meiðslalistin vera lengri eftir að menn fréttu hversu góður nuddari Einar væri. Eftir dágóða hvíld var skundað enn og aftur í mat og nú var ítalskt pasta á boðstólnum. Menn voru duglegir að borða fyrir fyrsta leik en eitthvað virtist spennan var komin í mannskapinn.
Þegar allir höfðu klárað sig af í matnum var lokaundirbúningur fyrir leik, menn gerðu sig klára og haldið var upp í höll. Opnunarleikurinn var leikur Úkraínu og Noregs, þar var um að ræða leik kattarins og músarinnar þar sem Noregur fór með öruggan sigur af hólmi. Þá var komið að leik leikjanna, heimamenn með fulla höll á bakinu gegn eldfjalladrengjunum frá Íslandi. Stúkan var orðin troðin hálftíma fyrir leik og áhorfendur stóðu og sungu söngva og voru með létt dólgslæti og fengu Valspeyjarnir, Svenni og Bjartur smá „dejavu“ því þetta minnti þá allt rækilega á Dólgana sjálfa frá Hlíðarenda. Plötusnúðurinn hér í Belgíu er að gera góða hluti og hefur hann fengið nafnið „Dj Betzi“ í höfðuð á Dj Ötzi. Menn voru orðnir vel heitir fyrir leik enda hitastigið í höllinni í meira lagi.
Leikurinn byrjaði vel og var greinilegt frá fyrstu mínútu að eldgosdrengirnir ætluðu að selja sig dýrt í þessum leik. Belgarnir spiluðu 3-3 vörn og gekk það ekki betur en svo að í fyrstu sókn okkar fengu þeir þrjú gul spjöld. Við héldum haus allan leikinn, stemmingin í hópnum var góð allan leikinn og fórum við með sigur af hólmi 33-24. Fagnaðarlætin eftir leik voru gríðarleg, við sungum og trölluðum af líf og sál og tóku Belgarnir vel í það og má segja að við höfðum kennt Belgunum hvernig ætti að fagna sigrum.
Við tók sigursturta þar sem menn sungu íslenska sumarsmelli langt fram á kvöld. Þegar komið var upp á hótelið var ekki langt í að menn steinrotuðust enda þreyttir eftir langan og strangan dag sem endaði frábærlega.
Við dagbókarbræður höfum fengið nokkrar beiðnir um að senda kveðjur á fjölskylumeðlimi og unnustur:
Addi „Fabio“ biður að heilsa ástkæru unnustu sinni, henni Sóley. Hann er farinn að sakna hennar gífurlega.
Hlíðarenda pilturinn, Svenni biður að heilsa mömmu og pabba og biður þau um að vera búin að kaupa nýjar nærbrækur þegar hann kemur aftur heim.
Módelið biður að heilsa til Rúmeníu þar sem kæró er stödd, Tinna Soffía.
Akureyrska tröllið, Guðmundur biður að heilsa á Bautann.
Sigurður „Chokko“ Ingiberg biður svo að lokum að heilsa til Njarðvíkur þar sem Birtan er stödd.
Kona dagsins: Klárlega, móðir Modelsins frá Akureyri (Geiri) fyrir að hugsa svona vel til unglambsins síns með kálfana. Okkur hinum þætti vænt um að foreldrar okkar sýndu hennar fordæmi og fengjum hamingjuóskir.
Með bestu kveðju,Forsetinn (Arnar Daði) og Áttan (Leó Snær)
Dagbók U-18 karla frá Belgíu dagur 1
Ótrúlegt en satt var 100% mæting niðrí HSÍ fyrir klukkan 05:00 aðfaranótt fimmtudags og allir í hvítu HSÍ pólubolnum fyrir utan einn mann sem sýndi á sér nýja og heldur betur óvænta hlið, þjálfari hans til margra ára Arnar Þorkells hafði aldrei séð þessa hlið á leikmanninum áður. Við erum að tala um MR-hetjuna okkar Árna Ben en afsökun hans var sú að einhver stelpa af nesinu hafi verið svo æst í hann kvöldið áður og rifið bolinn af honum.
Og Árni hélt áfram að koma liðsfélögum sínum á óvart því það var ekki liðin mínúta eftir að Árni kom inn í rútuna þegar hann frís og fattar að veskið hans væri ekki í vasanum eins og móðir hans hafði sagst hafa gert. Mömmurstrákurinn-Árni rífur upp símann og hringir í móður sína með tárin í augunum en án árángurs. Innan við mínútu kom það í ljós afhverju u20 ára landslið kvenna væri með okkur í rútunni. Því deitið hans Geira kom hlaupandi inn í rútuna og spyr: „Hver á þetta veski“, skyndilega tekur Árni upp gleði sína á ný og fær veskið sitt til baka. Loks var lagt í hann upp á stöð Leifs og styttist í brottför til Parííí.
Allt gekk eins og í sögu í fríhöfninni og “teastaði” meiri segja forsetinn (Arnar Daði) nýja look 3 gelið frá Silfurdrengjunum vegna húfu notkunar eftir sturtu snemma morguns og eins og allir vita má „lokk-ið“ ekki klikka.
Flugið fór vel, upp fór vélin, hélt sér uppi í þrjá tíma og skall svo niður með látum frá Einari Dagbjarts. meistara með meiru, takk fyrir það. En þessi skellur vakti alla leikmenn heldur betur til lífsins og lífið tók við. MR-hetjan byrjaði með látum og fann ekki vegabréfið sitt en eftir að allt liðið hjálpaði honum, kom það loks í leitirnar. Þjálfararnir voru orðnir smeykir að erfið próftörn hafi heilaþvoð Árna allt hressilega og voru menn farnir að reyna ná sambandi við geðlækni í Parííí. Rúta frá 1950 frá einu stærsta rútufyrirtæki Belgíu, Leroy tók við okkur eftir hálftíma feluleik á bílastæðinu fyrir utan flugvöllinn í Parííí. Menn veltu því fyrir sér hvort við værum komnir á lokakeppnina í Svartfjallalandi strax því rútan minnti mann frekar á rútu frá Austantjaldslöndunum frekar en í mið-Evrópu. En það breytti litlu, þriggja tíma rútuferð til Tournai í Belgíu var ein stór skemmtun.
Við tók 60 þúsund manna bær í Belgíu, hótelið sem við erum á er líklega ekki metið í stjörnum heldur kúlum, gæðin eru slík. Ísak gerði gæða kaup og keypti sér líters- vatnsflösku á 800 kr. meðan við biðum í klukkutíma eftir að Jóhannes Lange innritaði okkur inn á hótelið, en líklegt er að Lange hafi verið að gera allt annað á þessum tíma, enda prýðis-pub beint á móti hótelinu.
Næst á dagskrá var að skundast upp í höllina sem allt mun fara fram, ástæðan var, matur og æfing. Við okkur blasti grænsúpa, aðal umræðuefnið við matarborðið var, hvers konar súpa þetta skyldi vera, menn komu með góðar hugmyndir að nöfnum og voru við flestir sammála að um væri að ræða „garðs-súpu“ þar sem kokkurinn hafði tekið það sem hann hafði fundið í garðinum. MR-hetjan og Módelið frá Akureyri(Geir Guðmunds.) voru byrjaðir að tala um hversu mikið kaloríumagn og hitaeiningar væru í súpunni áður en Rúnar Kristmanns., tók sig til og spurði skeggjaðan kokkinn hvernig súpa væri um að ræða, hann var frekar lengi að svara og hikaði í tali en loks náði hann að koma upp úr sér orðinu, Belgísk-grænmetssúpa var þetta. Þegar menn voru búnir að éta sig nokkuð sadda og tilbúnir á æfingu bar skyndilega skeggjaði belgíski kokkurinn fram „la belgia lasagne“, það var vel þegið enda „garðsúpan“ misjafnlega vel tekið.
Fyrsta æfingin gekk vel, eldri unnu enn og aftur í fótboltanum (ósigraðir) og maður æfingarinnar var tvímælalaust, Frammarinn, Einar Störe Jónsson. Vítaskytturnar voru valdar og erum við félagarnir allt annað en sáttir með valið og höfum við íhugað að fara með málið í gegnum aganefnd HSÍ og kæra þar með valið og fá jafnvel fimleikafélagið til að hjálpa okkur með málið, enda reynsluboltar í þessum bransa.
Kvöldmatur tók við, stafasúpa með garðsívafi, kúklingur með garðsívafi. Eitt má þó ekki gleyma að allir leikmenn eru mjög sáttir með drykkjaval skeggjaða kokksins, fyrir utan Módelið frá Akureyri sem kvartaði undan sykurmagni í drykkjunum enda topp íþróttamaður og framtíðar módel þar á ferð.
Eftir langan og strangan dag voru leikmennirnir komnir í hvíld fyrir tilsettan tíma og sofnaðir fyrir klukkan 10 að íslenskum tíma. Leikdagur framundan og menn orðnir spenntir eftir langa og skemmtilega æfingatörn á Íslandi.
Maður dagsins: Einar Sigurjónsson , sjúkraþjálfari liðsins. Hann hafði að nógu að snúast og gaf sér tíma í brandara í hæsta gæðaflokki. Einar er greinilega í góðu formi hvað brandarana varðar og bíðum við leikmennirnir spenntir eftir hverjum teygjuhring eftir æfingu, en þar mun Einar stíga á stokk og láta allt flakka.
Takk fyrir okkur, Áfram Ísland.
kv.Forsetinn(Arnar Daði) og Áttan(Leó Snær).
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson