Geir og Gummi fóru á kostum gegn Tékkum
| | 15. ágúst 2010 - Akureyri handboltafélag skrifarU18 ára liðið sigraði Tékka í lokaleik riðilsinsÍslenska U18 ára landslið karla í handknattleik sýndi tennurnar í dag þegar strákarnir unnu góðan sigur á Tékkum, 41:37. Staðan var jöfn í hálfleik 21:21 en með góðum leik í seinni hálfleik innbyrtu þeir sigurinn.
Okkar menn, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson stóðu vel fyrir sínu í leiknum, Guðmundur markahæstur með 9 mörk en Geir skoraði 7 mörk og var jafnframt útnefndur besti maður liðsins samkvæmt leikskýrslunni.
Mörk íslenska liðsins voru annars sem hér segir: Guðmundur Hólmar Helgason 9, Sveinn Sveinsson 8, Geir Guðmundsson 7, Pétur Júnísson 6, Magús Óli Magnússon 4, Leó Pétursson 2, Þráinn Jónsson 2, Arni Daði Arnarsson 2 og Ísak Rafnsson 1.
Á heimasíðu mótsins eru meðfylgjandi myndir úr leiknum gegn Tékkum: Guðmundur Hólmar kominn í gegn og skorar
Brotið á Gumma, trúlega vítakast
Geir í vænlegu færi í horninu Slóvenar unnu Sviss 30-27 og unnu því riðilinn með 6 stig, Sviss er í öðru sæti með 3 stig, Ísland í þriðja sæti með 2 stig og Tékkar neðstir með 1 stig. Slóvenía og Sviss fara því áfram í milliriðlana. |