Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Svona leit Geir út áður en hann fórnaði hárinu

16. ágúst 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

U-18 Mótið er ekki búið - sæti á HM í boði

Nú eru línur farnar að skýrast með framhaldið hjá U-18 liðinu á EM. Liðið hafnaði í 3. sæti í sínum riðli og leikur þar af leiðandi um 9-16 sæti í mótinu. Þó að það sé ekki það sem að var stefnt þá er eftir nokkru að sækjast því að 9. sætið veitir rétt til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Argentínu 2011.

Íslenska liðið er væntanlega komið með tvö stig í þeirri keppni eftir sigurinn á Tékkum í gær en næsti leikur liðsins er á þriðjudaginn gegn Portúgal og hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Eins og kom fram í pistli frá strákunum líkaði þeim ekki beinlínis aðbúnaðurinn sem þeir fengu fyrstu dagana, rúmin lítil og maturinn ekki beint spennandi. En nú eru þeir komnir til höfuðborgarinnar, Podgorica og allur aðbúnaður þar með ágætum.

Samkvæmt upplýsingum frá Geir Guðmundssyni er hljóðið bara gott í strákunum, komnir í rúm af eðlilegri stærð og maturinn góður.

Mótið er sem sé alls ekki búið hjá strákunum og nú er bara að taka 9. sætið og stefnt á Argentínu á næsta ári.

Hér má lesa pistil frá liðinu, sem var reyndar skrifaður áður en þeir unnu Tékkana.


Íslensku strákarnir syngja þjóðsönginn fyrir leik

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson