Þá er vel heppnuðu móti lokið þetta árið. Tveir fyrstu leikir mótsins unnust með miklum markamun, Akureyri vann stórsigur á Hömrunum og Fram vann ÍR stórt. En þetta átti eftir að breytast og bæði Hamrarnir og ÍR komu mun sterkari til leiks seinni daginn. Öll liðin unnu leik á mótinu og ljóst að mjótt var á munum þegar upp var staðið.
Mótinu lauk eins og hefð er fyrir með veislu þar sem grillað var fyrir leikmenn liðanna og aðra sem komu að framkvæmd mótsins. Þar var tilkynnt um viðurkenningar fyrir þá leikmenn sem sköruðu fram úr:
Besti markvörður: Kristófer Fannar Guðmundsson – Fram
Besti varnarmaður: Sverre Andreas Björnsson - Akureyri
Besti sóknarmaður: Heimir Örn Árnason - Hamrarnir
Besti leikmaður mótsins: Stefán Darri Þórsson - Fram
Markahæstu menn mótsins voru:
Arnar Birkir Hálfdánsson – ÍR með 16 mörk
Arnór Þorri Þorsteinsson – Hamrarnir með 15 mörk
Kristján Sigurbjörnsson – Hamrarnir með 15 mörk
Sigurður Örn Þorsteinsson – Fram með 14 mörk
Andri Snær Stefánsson – Akureyri með 13 mörk
Elías Már Halldórsson – Akureyri með 13 mörk
Lokastaða liðanna var: |
Lið | Stig | Markahlutfall |
Akureyri | 4 | +12 |
Fram | 4 | +11 |
ÍR | 2 | -11 |
Hamrarnir | 2 | -12 |
Úrslit allra leikja
Akureyri – Hamrarnir 38-25
Fram – ÍR 34-23
Hamrarnir – ÍR 28 - 31
Fram – Akureyri 22-18
Fram – Hamrarnir 23-27
Akureyri – ÍR 26-23
Nánar um fyrri leikdaginn, og hér er meira um seinni daginn.
Jón Óskar Ísleifsson mætti aftur í Höllina með myndavélina og sendi okkur þessar myndir frá seinni deginum.
Þrándur Gíslason nærir sig á milli leikja
Kristján Sigurbjörnsson var öruggur á vítalínunni fyrir Hamrana gegn Fram
Róbert Sigurðsson leikmaður Hamranna var brosmildur
Það var létt yfir áhorfendum í stúkunni
Það var létt yfir áhorfendum í stúkunni
Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram þarf að koma einhverju á framfæri
Ólafur Magnússon hvílir lúin bein
Jakob Björnsson fylgdist með sínum manni
Ingimundur sáttur með lífið og tilveruna
Feðgarnir Stefán og Ágúst stilltu sér upp fyrir myndasmiðinn
Heimir Örn Árnason, í hlutverki þjálfara Akureyrar, ræðir við sína menn
Tekist á í leik Akureyrar og ÍR
Davíð Georgsson skorar eitt af sjö mörkum sínum í lokakeiknum
Andri Snær Stefánsson með eitt af átta mörkum sínum í lokaleiknum
Akureyrarliðið að loknum síðasta leik mótsins