Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Strákarnir eiga góðar minningar frá viðureignum sínum gegn Val9. desember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur dagsins: Útileikur Akureyri U gegn Val U Það er komið að leikdegi hjá Ungmennaliði Akureyrar í 1. deild karla. Strákarnir halda suður í Valshöllina og leika við Ungmennalið Vals en leikurinn hefst klukkan 19:30. Akureyrarliðið var raunar á sama velli um síðustu helgi þegar strákarnir mættu Olísdeildarliði Vals í bikarkeppninni og stóðu sig frábærlega. Eins og staðan er í augnablikinu er Valur U í sjöunda sæti deildarinna með 10 stig eftir ellefu leiki en Akureyri U er í 9. sæti með sex stig en liðið hefur aðeins leikið níu leiki. Það má því segja að staða liðanna sé ekki ósvipuð, bæði hafa tapað 12 stigum. Liðin mættust hér í Íþróttahöllinni í fyrstu umferð deildarinnar og þar fór Akureyri U með býsna sannfærandi sex marka sigur, 29:23. Í þeim leik var Sveinn José Rivera lang markahæstur Valsmanna með 8 mörk. Líkt og hjá Akureyri U hafa fjölmargir leikmenn komið við sögu hjá Val U en þegar skoðuð er markaskorun liðsins þá hafa eftirtaldir verið atkvæðamestir: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 50, Sigurvin Jarl Ármannsson 38, Alexander Jón Másson 30, Sveinn José Rivera 29 og Þorgils Jón Svölu Baldursson 27. Við sendum strákunum baráttukveðjur í leikinn sem hefst eins og áður segir klukkan 19:30 í Valshöllinni. Eins og alltaf er ástæða til að hvetja þá sem geta til að mæta á leikinn, það skiptir strákana gríðarlega miklu máli að finna stuðninginn úr stúkunni. Svo vonum við bara að ValsTV verði á staðnum og sýni leikinn, þeir hafa verið duglegir að sýna heimaleiki Vals, við munum fylgjast með og vísa á útsendinguna hjá þeim ef af verður. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook