Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Loksins kominn sigur hjá TV Emsdetten, Arnór heldur áfram að fara á kostum í Danmörku





26. september 2006 - ÁS skrifar 

Fyrsti sigur Einars Loga á tímabilinu

Lið Einar Loga Friðjónssonar, TV Emsdetten, vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu er liðið lagði TuS Spenge á útivelli 26-27. Halldór Jóhann Sigfússon og hans lið Tusem Essen heldur áfram að vinna stóra sigra er liðið sigraði TSG Münster 25-36. Við skulum kíkja á fleiri úrslit hjá fyrrum leikmönnum KA sem eru að leika úti.

Arnór Atlason og hans lið FC Kaupmannahöfn lék við lið Ajax Heroes. Lið Akureyrar lék í sumar við lið Ajax og tapaði þar stórt. Arnór kom hinsvegar fram hefndum en lið FCK lék sér að liði Ajax og fór Arnór fyrir liðsfélögum sínum. Arnór skoraði 9 mörk í 27-35 útisigri Kaupmannahafnarliðsins. Þessi úrslit segja gríðarlega mikið um styrk FCK en Ajax Heroes er eitt af toppliðum deildarinnar í Danmörku. FCK trónir á toppi deildarinnar ásamt Kolding, Viborg og AaB Håndbold með fullt hús stiga eftir 3 leiki.

Heimir Örn Árnason náði ekki að skora fyrir lið sitt Bjerringbro-Silkeborg er liðið gerði jafntefli við Århus GF. Leikið var á heimavelli Bjerringbro-Silkeborg, liðið er því með 3 stig eftir 3 leiki og er um miðja deild.

Halldór Jóhann Sigfússon og hans lið Tusem Essen vann stóran sigur á TSG Münster á útivelli 25-36. Liðið hefur unnið fyrstu fjóra leikina í deildinni og virðist hafa mikla yfirburði í deildinni. Halldór Jóhann skoraði 5 mörk í leiknum fyrir Essen og er hann svo sannarlega að finna sig með liðinu.

Jónatan Þór Magnússon og lið hans Saint Raphaël vann góðan heimasigur á liði Angers. Lið Angers er öflugt og mun keppa við Raphaël menn á tímabilinu um að komst upp. Lokatölur voru 32-30 fyrir Raphaël en Jonni náði ekki að skora mark. Liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina.

Einar Logi Friðjónsson og hans lið TV Emsdetten vann glæstan útisigur á TuS Spenge 26-27 en með sigrinum tryggði liðið sér sín fyrstu stig í deildinni. Einar náði ekki að skora en Vladimir Goldin sem lék með KA tímabilið 1997-1998 skoraði 7 mörk. Það er gott að sjá að liðið er komið í gang en við viljum að sjálfsögðu sjá Einar spila meira.

Heiðmar Felixsson og hans lið TSV Hannover-Burgdorf tapaði sínum fyrsta leik í deildinni er liðið tapaði 26-29 á útivelli gegn Ahlener SG. Heiðmar skoraði 7 mörk í leiknum og stóð sig vel.

Hörður Flóki Ólafsson og norska lið hans Elverum tapaði virkilega stórt í síðustu viku fyrir liði Kragerø. Lokatölur voru 28-18 fyrir heimaliði Kragerø, Elverum hefur því tapað fyrstu tveim leikjunum á tímabilinu. Þjálfari liðsins er Axel Stefánsson fyrrum þjálfari Þórs. Hörður þótti standa sig vel í leiknum en það hreinlega dugði ekki til sigurs.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson