Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hörður Fannar Sigþórsson

29. september 2006 - SÁ skrifar 

Hörður Fannar: Eigum að geta verið í topp 4

Hörður Fannar Sigþórsson er einn af línumönnum Akureyrar og hefur undanfarin ár verið að bæta leik sinn gríðarlega. Á síðasta tímabili lék hann með KA og var klárlega máttarstólpi í liðinu. Eitt er víst að Hörður mun einnig skipa gríðarlega mikilvægt hlutverk hjá hinu sameinaða liði og var kappinn tekinn í viðtal.

SÁ: Jæja Hörður, þá er alvaran að byrja. Hvernig leggst þetta í þig?
Hörður: Þetta leggst bara mjög vel í okkur og ég er spenntur fyrir fyrsta leik.

SÁ: Hvernig finnst þér undirbúningstímabilið hafa gengið?
Hörður: Ég náttúrulega var ekki með á Sjallamótinu og veit ekki hvernig þetta var þar. Það var stígandi í þessu hjá okkur í Danmörku. Fyrsti leikurinn var lélegur en svo skánaði þetta eftir því sem á leið. Svo spiluðum við fyrir sunnan um seinustu helgi og fyrri hálfleikurinn var nú allt í lagi þarna á móti Haukum og þá voru hinir tveir leikirnir mjög góðir.

SÁ: Finnst þér liðið vera á réttum stað?
Hörður: Ja, það er ekki gott að segja. Ef við náum upp þessari vörn sem við eigum að geta spilað þá ættum við að geta náð ansi langt í þessari deild.

SÁ: Nú voru KA og Þór sameinuð, hvernig er það búið að ganga?
Hörður: Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir suma fyrst en ég held að þetta sé bara búið að ganga vel að slípa þetta saman..

SÁ: Þú sjálfur, hvernig formi ertu í?
Hörður: Ég er búinn að vera mjög duglegur að æfa í sumar og hef sjaldan eða aldrei verið í betra formi þó ég segi sjálfur frá.

SÁ: Liðinu var spáð 6. sæti í deildinni. Hvað finnst þér um það?
Hörður: Er það ekki bara af því að þau vita ekki neitt um okkur? Ég held að við getum náð miklu lengra ef við náum upp vörninni. Við eigum að geta stillt upp 6-0 vörn dauðans. Sóknarleikurinn er búinn að ganga fínt líka. Við ættum alveg að geta verið í topp 4.

SÁ: Það er Valur á laugardaginn. Hvernig leggst sá leikur í þig?
Hörður: Það verður klárlega erfiður leikur. Þeir eru með vel mannað lið en þetta eru bara strákar eins og við. Við komum til með að senda hinum liðunum skýr skilaboð um það hvernig þetta verður í vetur. Þetta verða slagsmál.

Við þökkum Hödda innilega fyrir og vonum að strákarnir sendi skilaboð þess efnis að þeir nái í 2 punkta í hús á morgun.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson