Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Útlitið var orðið dökkt eftir þennan leik en það er lengi von...
25. apríl 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Úrslitakeppnin 2002: KA - Valur (leikur 2)
Við höldum áfram að rifja upp úrslitakeppnina frá 2002. Nú er komið að öðrum leik KA og Vals sem fór fram í KA heimilinu. Valsmenn unnu fyrsta leikinn eftir framlengingu á Hlíðarenda þannig að það var mikilvægt fyrir heimamenn að kvitta fyrir það á heimavelli. Hér fer á eftir umfjöllun DV-Sport um leikinn:
Valsmenn tóku stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik karla á laugardag þegar þeir lögðu KA, 29-30, í framlengdum leik á Akureyri. Valsmenn hafa nú 2-0 yfir í einvíginu og þurfa einn sigur til svo bikarinn fari aftur á Hlíðarenda. Sá sigur gæti komið í kvöld í þriðja leik liðanna og það á heimavelli Vals.
KA-menn hófu leikinn á laugardag af miklum krafti, vel studdir af áhorfendum og voru komnir i 3-0 eftir fjórar mínútur, Valsmenn virtust í vanda og áttu erfitt með að koma skotum á markið. Valsarar voru hins vegar fljótir að hrista af sér doðann og meiri hreyfing komst á sóknarleikinn og þar með fóru að myndast glufur í 3:2:1 vörn KA-manna.
Bjarki og Sigfús voru KA mönnum erfiðir
Valsmenn söxuðu hægt á forskotið og þar fóru fremstir í flokki Bjarki Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson sem reyndust KA erfiðir út leikinn. Um miðjan fyrri hálfleik var leikurinn orðinn jafn en Valsmenn klúðruðu tveimur dauðafærum sem hefðu getað fært þeim forystuna. Hana fengu þeir fyrst þegar fimm mínútur lifðu af hálfleiknum og það einkum sökum þess að sókn KA riðlaðist gegn baráttuglaðri 6:0 vörn og einnig að þeir skoruðu tvö mörk gegn engu einum færri, sem gaf þeim aukinn kraft. Þeir fóru síðan með tveggja marka forystu inn í hlé, sem hefði með réttu átt að vera aðeins eitt mark þó svo að dómararnir litu ekki svo á.
Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri, barátta varnanna í fyrirrúmi. Það var hins vegar sóknarleikur heimamanna sem ekki virkaði og sex fyrstu skot þeirra fóru fyrir lítið. Gestirnir náðu fljótlega þriggja marka forystu og KA-menn gerðu sitt besta til að brúa bilið en Bjarki og Markús Máni Mikaelsson voru illviðráðanlegir og það var ekki fyrr en tíu mínútur voru eftir að KA náði að jafna.
Halldór tryggði framlengingu
Valsmenn höfðu alltaf frumkvæðið, þrátt fyrir að vera í tvígang einum færri, síðustu fimm mínúturnar, og þegar hálf mínúta var eftir, stillti Sigfús KA-mönnum upp við vegg með því að ná forystunni, 26-27. KA-menn fengu aukakast þegar þrjár sekúndur voru eftir, boltinn barst til Halldórs Sigfússonar og hann náði að brjótast í gegn og jafna leikinn við lítinn fögnuð Valsmanna, enda þóttu þeim sekúndurnar nokkuð lengi að líða. Þurfti því að framlengja leikinn.
Þá upphófst mikið taugastríð, Egedijus Petkevicius, markvörður KA, byrjaði á því að verja frá Markúsi, KA rauk í sókn en missti boltann og Freyr Brynjarsson komst í hraðaupphlaup en aftur varði Petkevicius. Roland Eradze varði síðan hinum megin og Einar Gunnarsson braut loks ísinn með marki úr horni. Stelmokas jafnaði metin í næstu sókn en Markús bætti um betur áður en Halldór jafnaði úr vítakasti. Bjarki kom síðan Valsmönnum yfir í 29-30 með snúningi úr nær vonlausu færi, glæsilegt mark, sem reyndist sigurmarkið þegar upp var staðið.
Hæpin leiktöf
Síðari hálfleikur framlengingar var markalaus og skot leikmanna báru keim af taugaveiklun. Halldór fékk tækifæri til að jafna leikinn þegar dæmt var vítakast en eftir sex mörk úr vítaköstum í röð fór það sem mestu máli skipti í stöng. Á lokamínútunni fékk KA tækifæri til að jafna en sóknin var stefnulítil og þegar átta sekúndur voru eftir var dæmd leiktöf og leikurinn tapaður. Leiktöfin var hæpinn dómur, ef tekið er mið af þeirri línu sem dómarapar leiksins hefur tekið og tók í þessum leik.
Halldór og Stelmokas voru bestu menn KA í leiknum en afar lítið kom út úr Heimi Árnasyni og Heiðmari Felixsyni, utan varnarinnar. Petkevicius átti þokkalegan leik í markinu og Baldvin Þorsteinsson gaf fyrirheit um það að eitthvað færi nú að koma frá hornamönnum liðsins. Bjarki og Sigfús voru áberandi bestir Valsmanna og skoruðu báðir frábær mörk auk þess sem Bjarki gaf fjölda stoðsendinga. Eradze stóð einnig sína plikt í markinu og vörn Vals á heiður skilinn fyrir sinn leik. –ÓK
Gangur leiksins
: 3:0, 6:4, 8:8, 12:10, 13:13,
14:16
, 16:19, 19:21, 22:22, 25:26,
27:27
, 28:29, 29:29,
29:30
.
Mörk KA
: Halldór Sigfússon 10/6, Andreas Stelmokas 9, Heiðmar Felixson 3, Heimir Örn Árnason 2, Baldvin Þorsteinsson 2, Jónatan Magnússon 2, Jóhann Gunnar Jóhannsson 1.
Varin skot
: Egidius Petkevisius 13 (þar af 5 til mótherja).
Utan vallar
: 4 mín.
Mörk Vals
: Bjarki Sigurðsson 9, Sigfús Sigurðsson 8, Markús Mikaelsson 5/1, Freyr Brynjarsson 4, Geir Sveinsson 2, Ásbjörn Stefánsson 1, Einar Gunnarsson 1.
Varin skot
: Roland Eradze 15 (þar af 5 til mótherja).
Utan vallar
: 10 mín.
DV sport ræddi við nokkra leikmenn eftir leikinn:
Alls ekki hættir
Halldór Sigfússon, leikmaður KA
, var örlagavaldur í leiknum í tvennum skilningi, tryggði framlenginguna en klikkaði síðan á víti sem hefði getað tryggt aðra. „Þetta er ótrúlega sárt, ekkert annað um það að segja,“ sagði Halldór, að vonum vonsvikinn, í samtali við DV-Sport.
Þeir voru heppnari
„Kannski voru þeir einfaldlega hepppnari en við í dag. Það féll ýmislegt þeirra megin, þeir voru að fá fráköst sem við vorum að missa og annað slíkt.“
KA-menn áttu erfitt með að fá hornamenn sína inn í leikinn en sömu sögu er að segja af fyrri leiknum. „Það er ekki spurning að við þurfum að fá hornamennina inn. Það er reyndar líka hlutverk okkar skyttnanna að reyna að búa eitthvað til fyrir hornin.
Valsmenn voru að spila vel og við vorum að spila fínan leik líka, þetta var bara baráttu og þeir urðu ofan á.
Við erum komnir upp að vegg núna, það er enginn næsti möguleiki. Kannski menn hafi brennt sig á því að ætla að vinna þetta hér og að þetta eigi að vera eitthvað auðvelt fyrir okkur. Síður en svo. Valur lenti í 2. sæti í deildinni, við í 5. sæti, þeir eru með heimaleikjaréttinn og hann þurfum við að sækja.
Nú er sú staða komin upp að við þurfum að vinna tvo útileiki og einn heimaleik til að vinna þessa keppni. Við erum alls ekki hættir,“ sagði Halldór og veit að allt getur enn gerst. -ÓK
Sigfús Sigurðsson
, línumaður Vals var sömuleiðis í viðtali
„Það getur vel verið að fólk segi að ég sé hrokafullur, en auðvitað leggur maður upp í þetta til að vinna alla leikina,“ sagði Sigfús Sigurðsson, línumaður Vals, lafmóður í samtali við DV-Sport. „Við tökum einn leik fyrir í einu í því augnamiði að vinna og það hefur tekist hingað til og vonandi komum við til með að klára þetta á mánudaginn (í dag).
Nú leiddud þið allan síðari hálfleik, hvers vegna misstuð þið þetta niður?
„Við erum einum færri fjórar af síðustu fimm mínútunum, ég er rekinn út af, sem ég vil meina að hafi verið tómt rugl, og síðan missum við annan mann út af undir lokin. Það er rosalega erfitt, við erum búnir að spila sex leiki á tveimur vikum, mest á sama mannskapnum, og menn eru þreyttir. Þegar svona er komið hlýtur eitthvað undan að láta.“
Valsmenn leystu erfiða KA-vörnina mjög vel lengstum og notuðu oft það bragð að setja bæði Sigfús og Geir Sveinsson þjálfara inn á línuna. „Ég held að það sé ekkert grín fyrir stráka sem eru 15 cm minni og 20 kg léttari en ég og Geir að eiga við okkur þegar við erum báðir komnir á línuna. Síðan höfum við Bjarka, sem sýndi það svo um munaði í framlengingunni að hann er maður sem hægt er að stóla á.“
Sigfús var, þrátt fyrir sætan útisigur, ekki fullkomlega sáttur við leik Valsliðsins. „Við erum að standa vörnina og það lengi en síðan fáum við á okkur klaufamörk. Það var stigsmunur á leikjunum hjá okkur, vörnin var heldur lélegri hjá okkur núna en sóknarleikurinn mun betri en í fyrri leiknum. Vonandi náum við að smella þessum tveimur hlutum saman í næsta leik, þá er þetta ekki spurning. Þá er dollan komin heim þar sem hún á að vera,“ sagði Sigfús, glaðbeittur að vanda. -ÓK
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson