Það verður nóg að gera hjá þeim í ágúst
| | 31. maí 2010 - Akureyri handboltafélag skrifarU-18 ára landsliðið á EM í SvartfjallalandiÍslenska unglingalandsliðið í handknattleik í karlaflokki, skipað leikmönnum 18 ára vann sér á dögunum keppnisrétt í lokakeppni EM sem fram fer í Svartfjallalandi í ágúst. Nú er búið að draga í riðla og dróst Ísland í riðil með Slóveníu, Sviss og Tékklandi.
Riðlarnir eru þannig: A riðill: Noregur, Króatía, Svíþjóð og Pólland B riðill: Danmörk, Serbía, Slóvakía og Rússland C riðill: Þýsklaland, Spánn, Svartfjallaland og Portúgal D riðill: Ísland, Slóvenía, Sviss og TékklandTvær efstu þjóðir hvers riðils komast áfram í milliriðlakeppni um sæti eitt til átta. Hin liðið fara í keppni um níunda til 16. sætið. Mótið hefst 12. ágúst en forkeppninni lýkur 15. ágúst. Úrslitaleikirnir verða síðan leiknir 22. ágúst. Sem kunnugt er á Akureyri tvo fulltrúa í íslenska hópnum þá Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason. |