Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Glæsilegt fordæmi fyrir alla íþróttamenn bæjarins

9. mars 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hamingjuóskir til Íslandsmeistara SA Víkinga

SA Víkingar sýndu mátt sinn og megin þegar þeir unnu SR í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. SA var komið með bakið upp að vegg eftir tap í fyrstu tveim leikjum einvígisins en með frábærum krafti og baráttu sneru þeir blaðinu hressilega við og unnu næstu þrjá leiki og stóðu þar með uppi sem meistarar.

Stemmingin í skautahöllinni var mögnuð og þar fór einmitt Svarta áttan, stuðningsmannafélag Akureyrar Handboltafélags mikinn og lagði þar sitt af mörkum.

Akureyri Handboltafélag sendir SA Víkingum hamingjuóskir með titilinn og frábæra frammistöðu.


Kunnugleg andlit úr Svörtu áttunni kominn í SA gallann


Nýkrýndir Íslandsmeistarar fagna að hætti hússins

Myndir Þórir Tryggvason og Skapti Hallgrímsson fyrir mbl.is
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson