Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Atli Hilmarsson fær stórt verkefni í dag



2. febrúar 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins, Akureyri – HK

Handboltaárið 2012 hefst með stórleik í Íþróttahöllinni þar sem Akureyri tekur á móti HK en leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði liðin. Liðin eru í toppbaráttu N1 deildarinnar þar sem HK hefur stigi meira en Akureyri.

En það eru ekki bara leikmenn heldur ekki síður áhorfendur sem bíða spenntir eftir leiknum enda var Akureyrarliðið á góðu róli fyrir leikjahléð. Sigrar á Val, Haukum og Fram í síðustu leikjum hleyptu svo sannarlega miklum krafti í áhorfendur sem að vanda voru frábærir og tóku virkan þátt í leikjunum.


Áhorfendur taka virkan þátt í leikjum liðsins enda stemmingin frábær í stúkunni

Ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um meiðsli og vandræðagang hjá Akureyrarliðinu síðustu daga. Óhætt er að segja að þær sögur séu flestar stórlega ýktar. Það verður fróðlegt að sjá leikmannahóp Akureyrar í dag en leikmönnum á sjúkralista liðsins hefur sem betur fer fækkað verulega upp á síðkastið.

Beinar útsendingar
Að vanda verður heimasíðan með beina textalýsingu frá leiknum. Lýsingin opnast í nýjum glugga og endunýjast sjálfkrafa á 15 sekúndna fresti.

Smelltu hér til að fylgjast með textalýsingunni.

Auk þess hyggst SportTV.is sýna leikinn beint á netinu, útsending þeirra hefst væntanlega rétt fyrir klukkan 19:00.
Smelltu hér til að fylgjast með útsendingu SportTV.is.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson