Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Heldur betur áskorun á liðið framundan

14. febrúar 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Spennandi hlutir framundan – útileikur við Gróttu

Á fimmtudaginn hefst þriðji og síðasti hluti N1-deildarinnar hjá körlum. Það eru sem sé eftir sjö umferðir þar sem öll liðin leika innbyrðis. Akureyri situr nú í 5. sæti deildarinnar og á framundan fjóra útileiki og þrjá heimaleiki. Næstu tveir leikir eru á útivelli, gegn Gróttu nú á fimmtudaginn og síðan gegn Aftureldingu þann 1. mars.

Það er sem sé býsna langt í næsta heimaleik en hann er ekki á dagskrá fyrr en fimmtudaginn 8. mars þegar við fáum HK í heimsókn.
Þar á eftir kemur útileikur gegn Haukum, heimaleikur gegn FH sunnudaginn 18. mars, síðan er útileikur gegn Fram 22. mars og að endingu heimaleikur gegn Val fimmtudaginn 29. mars.

Deildin er í raun galopin, aðeins munar fjórum stigum á Akureyri í 5. sætinu og Haukum sem eru í 1. sætinu þannig að mikilvægt er að allir, jafnt leikmenn og stuðningsmenn leggist á eitt og haldi fullri einbeitingu í þeim leikjum sem eftir eru.

Við lentum í erfiðleikum í fyrsta hluta mótsins en liðið steig heldur betur upp í framhaldinu og náði besta árangri allra liða í öðrum hlutanum, þ.e.a.s. í umferðum 8 - 14. Stigasöfnun liðanna í þeim hluta var sem hér segir:
Akureyri 11 stig, FH 10 stig, HK 10 stig, Haukar 8 stig, Fram 7 stig, Valur 7 stig, Afturelding 3 stig og Grótta 0 stig.

Nú þarf bara að halda dampinum áfram allt til enda og sjá svo hvar við stöndum eftir næstu sjö umferðir.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson