Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það verður hart barist í viðureigninni

17. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl við Bjarna og Ólaf Gústafsson um viðureignina

Í dag er fyrsti leikur Akureyrar og FH í undanúrslitakeppninni og er leikið í Hafnarfirði. Morgunblaðið ræddi við leikmennina Bjarna Fritzson og Ólaf Gústafsson um einvígi liðanna og birtum við þau hér að neðan.

Bjarni: Verður æðislegt einvígi

Bjarni Fritzson leikmaður Akureyrar - handboltafélags hlakkar til rimmunnar við FH í undanúrslitum Íslandsmótsins sem hefst í Kaplakrika í kvöld.

„Þetta verður æðislegt einvígi,“ sagði hann við Fréttavef Morgunblaðsins á Akureyri í morgun. Bjarni segir liðin mjög jöfn að getu og bardaginn geti því endað með sigri hvors liðsins sem er. Akureyringar séu hins vegar staðráðnir í að hefna ófaranna frá því í fyrra, þegar þeir töpuðu fyrir FH-ingum í úrslitum Íslandsmótsins.

Hér er hægt að sjá viðtalið við Bjarna:


Ólafur Gústafsson: Gefum allt til að komast í úrslit

Ólafur Gústafsson, rétthenta skyttan í liði FH, á von á hörkuleikjum gegn Akureyringum í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik en fyrsta viðureign liðanna fer fram í Kaplakrika í kvöld og hefst klukkan 19.

FH og Akureyri léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og Ólafur sagði við mbl.is að úrslit í leikjum liðanna undanfarið hefðu alltaf ráðist á síðustu fimm mínútunum, nema þegar þeir fengu skell á Akureyri núna undir lok Íslandsmótsins.

Ólafur sagði að heimavallarrétturinn skipti miklu máli að sínu mati. „Við erum sterkir á heimavelli og ef um oddaleik verður að ræða, verður gott að hafa hann í Kaplakrika.“

Um andstæðingana frá Akureyri sagði Ólafur að Akureyringar væru með góðan markvörð og skæðir í hraðaupphlaupum, og þeir spiluðu mikið útfrá því.

Hann sagði að FH hefði nýtt vel það hlé sem var að Íslandsmótinu loknu, liðið hefði spilað fína æfingaleiki og þeir sem hefðu verið meiddir fengu tíma til að ná sér. Enda væru allir heilir þegar kæmi að svona mikilvægum leikjum og þeir FH-ingar væru tilbúnir að gefa allt til þess að komast í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson