Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Akureyri og FH hafa mæst ansi oft síðustu árin12. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri og FH mætast alltaf í Bikarnum - 2. hluti Í gær hófum við yfirför okkar yfir baráttu Akureyrar og FH í Bikarkeppninni síðustu ár, en liðin mætast fimmta árið í röð í Bikarkeppninni á morgun. Nú er kominn síðari hlutinn af yfirferð okkar.Tímabilið 2009-2010: Áhugaverð staða kom upp í 32-liða úrslitum þegar Akureyri átti að mæta 1. deildarliði Fjölnis, en Fjölnismenn gáfu leikinn og því var Akureyringum dæmdur 0-10 sigur. FH þurfti að hafa aðeins meira fyrir sínu sæti í 16-liða úrslitum þegar liðið vann 22-39 útisigur á Víkingi 2, en þetta var annað árið í röð sem þessi lið mættust í 32-liða úrslitum. Akureyri og FH drógust svo á móti hvort öðru í 16-liða úrslitum og Akureyri fékk heimaleikinn. FH mætti mun sterkari til leiks og fyrir framan fulla Höll léku þeir á alls oddi og leiddu 10-16 í hálfleik. Okkar menn hinsvegar komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í 1 mark, það var hinsvegar ekki nóg og FH sigraði að lokum 22-23. Umfjöllun um leikinn má finna hér: Akureyri – FH, 16-liða úrslit FH tapaði svo í næstu umferð gegn Haukum í rosalegum leik 37-38. Haukar fóru svo nokkuð auðveldlega í gegnum keppnina og enduðu sem Bikarmeistarar. Liðin mættust 5 sinnum þetta tímabilið, 3 í deild, 1 í bikar og 1 í deildarbikar. Akureyri vann 2 en FH vann 3.Tímabilið 2008-2009: Akureyri fékk heimsókn frá Reykjanesbæ þegar lið HKR mætti norður. Ekki er hægt að segja að leikur liðanna hafi verið spennandi en Akureyri vann 51-15 eftir að hafa verið yfir 24-7 í hálfleik. FH mætti hinsvegar í Víkina og mætti þar Víkingi 2, ekki var mikil spenna í þeim leik heldur og unnu FH-ingar 22-45 sigur. Umfjöllun um leikinn má finna hér: Akureyri – HKR, 32-liða úrslit FH fékk svo heimaleik gegn okkar mönnum í 16-liða úrslitum. Eftir mjög góðan fyrri hálfleik leiddi Akureyri 16-19, en FH hinsvegar kom gríðarlega sterkt inn í síðari hálfleikinn og eftir 5 mínútur voru þeir komnir yfir 22-21, leiknum lauk svo með frekar öruggum sigri FH 37-31. Umfjöllun um leikinn má finna hér: FH – Akureyri, 16-liða úrslit FH mætti Haukum í Kaplakrika í 8-liða úrslitum og var betri aðilinn, eftir að hafa verið yfir 16-14 í hálfleik landaði liðið sigri 29-28. Hinsvegar datt liðið út í undanúrslitum þegar þeir mættu ofjörlum sínum í Val sem unnu sigur 29-25 eftir að hafa verið með örugga forystu í gegnum leikinn. Valur endaði svo sem Bikarmeistari eftir að hafa unnið þægilegan 31-24 sigur á 1. deildarliði Gróttu í úrslitaleiknum. Liðin mættust alls 3 sinnum þetta tímabilið, 3 í deild og 1 í bikar. Akureyri vann 1 leik en FH vann hina 3. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook