Gaman að sjá gott starf á Akureyri verðlaunað
| | 12. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri verðlaunað fyrir bestu umgjörðinaNú var að ljúka hófi á vegum HSÍ þar sem veitt voru verðlaun fyrir þá sem sköruðu fram úr í annarri umferð N1 deildarinnar. Akureyri Handboltafélag átti ekki leikmann í úrvalsliðinu að þessu sinni en fékk verðlaun fyrir bestu umgjörðina sem er náttúrulega frábær viðurkenning bæði fyrir félagið sem og stuðningsmenn liðsins sem skapa jafn góða stemmningu og jafnan er á heimaleikjum liðsins.
Fyrrverandi leikmaður Akureyrar og núverandi leikmaður FH, Ásbjörn Friðriksson, var valinn besti leikmaður umferðarinnar. Annars voru eftirfarandi verðlaunaðir:
Úrvalslið N1-Deildar: Markmaður: Daníel Freyr Andrésson, FH Línumaður: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum Vinstra horn: Sturla Ásgeirsson, ÍR Vinstri skytta: Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR Miðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FH Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram Hægra horn: Einar Rafn Eiðsson, FH
Besti leikmaður: Ásbjörn Friðriksson, FH Besti varnarmaður: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum Besti þjálfari: Einar Andri Einarsson, FH Bestu dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson Besta umgjörð: Akureyri Handboltafélag
Mynd: Hilmar Þór: Sport.is |