Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Oddur og Höddi vilja örugglega að strákarnir landi sigri í dag21. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarHaukar – Akureyri í beinni textalýsingu og á HaukarTV Það er nóg að gera hjá handboltaáhugamönnum þessa dagana enda er stutt á milli leikja. Í dag halda leikmenn Akureyrar suður í Hafnarfjörð þar sem þeir mæta toppliði deildarinnar, Haukum. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og í báðum leikjunum urðu Akureyringar fyrir miklum skakkaföllum. Í upphafi fyrri leiksins varð Oddur Gretarsson fyrir því óláni að slíta krossband í hné og þar með var hann úr leik þetta tímabilið. Seinni leikurinn var rétt nýhafinn þegar Hörður Fannar Sigþórsson varð sömuleiðis fyrir því að slíta krossband í hné og bíður Hörður þess að fara í aðgerð. Við skulum vona að leikmenn sleppi við öll slík skakkaföll í dag, bæði lið munu berjast af fullum krafti enda mikið í húfi og dýrmæt stig í boði. Okkar maður verður á staðnum með beina textalýsingu sem opnast hér á síðunni þegar líður á daginn. Leikurinn byrjar klukkan 18:00 og beina lýsingin þar rétt á undan.Smelltu hér til að opna beinu lýsinguna! Þá hyggjast Haukar sýna frá leiknum í vefsjónvarpi sínu:Smelltu hér til að fara inn á vefsjónvarp Hauka Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook