Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Dýrmætur sigur á Aftureldingu í kvöld - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Heimir kom fram hefndum á Aftureldingu í kvöld





21. mars 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Dýrmætur sigur á Aftureldingu í kvöld

Akureyri sigraði Aftureldingu, 29:25, í næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla, N1-deildinni í handknattleik í kvöld. Akureyringar tryggðu sér þar með sæti í deildinni á næsta tímabili.

Leikurinn fór fjörlega af stað, jafnt á öllum tölum upp í 7-7 en þá náði Akureyri loks tveggja marka forskoti. Afturelding jafnaði og náði að komast yfir í stöðunni 12-13 áður en Heimir jafnaði í 13-13 sem voru hálfleikstölur.

Akureyrarliðið kom af krafti inn í seinni hálfleikinn, Geir gaf tóninn með frábæru marki í fyrstu sókn. Í kjölfarið tók Akureyri völdin á vellinum og fjögurra marka forystu 21 – 17. Þar með töldu flestir að úrslit leiksins væru ráðin en Afturelding lagði ekki árar í bát og jafnaði leikinn með næstu fjórum mörkum 21-21.

En Akureyri ætlaði ekki að klúðra þessum leik og gáfu hraustlega í aftur. Þjálfarinn Heimir Örn Árnason dreif sína menn áfram og ekki leið á löngu þar til forysta Akureyrar var orðin fimm mörk, 29-24 en þar af skoraði Heimir síðustu fjögur mörkin. Afurelding átti síðasta mark leiksins en öruggur sigur heimamanna staðreynd 29 – 25.

Þetta var hörkuleikur og frábær skemmtun. Afturelding er með flott lið en þeirra bíður nú úrslitaleikur gegn Val í síðustu umferð um hvort liðið fellur beint og hvort fer í umspil um sæti í deildinni.

Það var fín barátta í Akureyrarliðinu og ástæða til að hrósa öllum leikmönnum fyrir dugnað og baráttu.


Bjarni Fritzson og Guðmundur Hólmar fagna góðri vörn

Heimir Örn Árnason var hreint út sagt frábær í leiknum, skoraði 11 mörk úr 12 skotum og þau í öllum regnbogans litum. Guðmundur Hólmar var sérstaklega flottur í fyrri hálfleiknum en var tekinn úr umferð mestan hluta seinni hálfleiks. Þeir Geir Guðmundsson og Andri Snær Stefánsson létu mikið að sér kveða í seinni hálfleiknum. Bjarni Fritzson var tekinn úr umferð nánast frá upphafi.

Mörk Akureyrar: Heimir Örn Árnason 11 (4 úr vítum), Geir Guðmundsson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Andri Snær Stefánsson 3, Bjarni Fritzson 1 og Valþór Guðrúnarson 1.

Jovan Kukobat stóð í markinu allan leikinn, varði 11 skot þar af 1 víti.

Mörk Aftureldingar: Hrafn Ingvarsson 7, Birkir Benediktsson 6, Benedikt Reynir Kristinsson 5, Hilmar Stefánsson 3 (2 úr vítum), Þrándur Gíslason 3 og Helgi Héðinsson 1.
Davíð Svansson var traustur í markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Heimir Örn og Davíð Svansson voru valdir bestu menn sinna liða og fengu dýrindis matarkörfur frá Norðlenska að launum.


Davíð og Heimir með viðurkenningarnar sem bestu menn liðanna

Með sigrinum tryggði Akureyrarliðið sæti sitt í deildinni og getur með sigri á HK á mánudaginn náð 5. sæti deildarinnar.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson