Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Flott byrjun hjá Hömrunum29. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarHamrarnir hófu deildarkeppnina með sigri - myndir Það var sögulegur leikur hjá Hömrunum á laugardaginn þegar þeir léku sinn fyrsta leik í 1. deildinni. Sterkt samband er á milli Hamranna og Akureyrar Handboltafélags enda eru allnokkrir leikmenn úr æfingahópi Akureyrar á láni hjá Hömrunum auk þess sem margir leikmenn úr 2. flokki Akureyrar spreyta sig með Hömrunum og fá þannig dýrmæta reynslu. Þá voru nokkur gamalkunnug andlit í leikmannahópnum sem hafa tekið fram skóna og sýndu að þeir kunna ýmislegt fyrir sér.Þorvaldur þjálfari fer yfir málin í leikhléi. Myndir: Sævar Geir Sigurjónsson
Í þessum fyrsta deildarleik mættu Hamrarnir Þrótti frá Reykjavík og var leikið í KA heimilinu. Þróttarar voru sterkari aðili leiksins til að byrja með en leikur Hamranna slípaðist eftir því sem á leið og Hamrarnir leiddu með einu marki, 11-10 í hálfleik.Friðrik Svavarsson fagnar marki
Hamrarnir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik en slökuðu í kjölfarið fullmikið á og Þróttarar gengu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Það var einkum stórbrotin markvarsla Stefáns Guðnasonar á lokamínútunum sem kom í veg fyrir að Þróttur næði að jafna leikinn.Stefán Guðnason fór mikinn undir lokin
Að lokum fóru Hamrarnir með tveggja marka sigur, 28-26 og innbyrtu þar með sín fyrstu stig í deildinni og ljóst að þeir eru til alls líklegir í vetur.Mörk Hamranna: Róbert Sigurðsson 7, Friðrik Svavarsson 4, Garðar Már Jónsson 3, Guðmundur Hermannsson 3, Óðinn Stefánsson 3, Birkir Guðlaugsson 3, Halldór Tryggvason 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Goran Gusic 1.Mörk Þróttar: Hörður Óskarsson 9, Birkir Guðbjörnsson 4, Leifur Jóhannesson 3, Einar Ólafsson 3, Guðni Siemsen 3, Þorlákur Sigurjónsson 2, Styrmir Sigurðsson 2. Hér á eftir fer viðtal Siguróla Sigurðssonar við Þorvald Þorvaldsson , þjálfara Hamranna en það birtist á sport.is: Hér er einnig hægt að skoða ljósmyndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook