Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Kristján og Arnór verða í baráttunni í kvöld3. október 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarMikilvægur leikur hjá 2. flokki í kvöld Strákarnir í 2. flokki spila mikilvægan leik í Höllinni í kvöld klukkan 19:00. Það eru Framarar sem koma norður en leikurinn er liður í forkeppni sem sker úr um skiptingu 2. flokks liðanna í deildir. Akureyri er með tvö stig úr tveim leikjum, unnu KR en töpuðu fyrir HK. Fram er með fjögur stig eftir þrjá leiki unnu bæði HK og KR en töpuðu fyrir Val. Það er því mikið undir í þessum leik því að sjálfsögðu vilja menn spila í 1. deild í vetur. Við hvetjum alla áhugamenn til að koma og taka þátt í baráttunni. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook