Fyrrum liðsfélagarnir Andri Snær Stefánsson og Magnús Stefánsson kljást í leik fyrir ári síðan
Hamrarnir - ÍH klukkan 13:00Á undan leik Akureyrar og ÍBV er annar áhugaverður leikur í Höllinni en klukkan 13:00 mætast Hamrarnir og ÍH í 1. deild karla. Þetta er fyrsti heimaleikur Hamranna á tímabilinu og má búast við að Heimir Örn Árnason leiki með liðinu og jafnvel Hreinn Þór Hauksson en þeir léku báðir með Hömrunum á Opna Norðlenska í haust þar sem Hamrarnir unnu Fram.Þær fréttir hafa borist að hinn magnaði markvörður Hamranna, Stefán Guðnason hafi lagt skóna á hilluna og verði því ekki með.