Í tilefni leikdags hjá Akureyri þá birti vefurinn Akureyri.net nærmynd af fyrirliða Akureyri Handboltafélags. Þorleifur Ananíasson, sem sér um handboltamálin hjá Akureyri.net hefur lagt spurningalista fyrir alla leikmenn og þjálfara Akureyri handboltafélags og ætlar að birta þá einn og einn í senn á leikdögum liðsins.
Gefum Þorleifi orðið: Og hver væri betri að ríða á vaðið en sjálfur fyrirliðinn og leikjahæsti maður félagsins Andri Snær Stefánsson sem nú bætir leikjametið í hverjum leik. Við óskum honum og félögum hans alls hins besta í leiknum gegn FH sem hefst í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 19.00 í kvöld fimmtudag 16 október. Áfram Akureyri.Fullt nafn: Andri Snær Stefánsson
Hvenær ertu fæddur: 18. apríl 1986
Prenthæft gælunafn: Litli Kútur
Með hvaða félögum hefur þú leikið: KA, Odder Håndbold og Akureyri Handboltafélag.
Hefur þú leikið í landsliði: Með öllum yngri landsliðum.
Hver er þín besta staða á vellinum: Vinstri skytta en er yfirleitt geymdur í vinstra horninu.
Hver er/var fyrirmynd þín í handbolta: Guðjón Valur Sigurðsson var alltaf mín fyrirmynd þegar ég var í yngri flokkunum og er enn í dag. Að auki get ég nefnt Þóri Sigmundsson og Jónatan Magnússon.
Uppáhaldsíþrótt önnur en handbolti: Klárlega fótbolti. Er reyndar orðinn hrikalega öflugur í strandblaki og stefni á að hella mér í það næsta sumar.
Hjátrú fyrir leiki: Engin sérstök en ég pissa alltaf mjög oft á leikdegi.
Besti samherji sem þú hefur leikið með: Arnór Atlason og Logi Arnarson.
Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur leikið gegn: Kasper Irming núverandi leikmaður Kolding í Danmörku.
Eitthvað að lokum (hvað sem er): Ég hvet alla Akureyringa til að mæta í Höllina á leikina hjá okkur í vetur. Veturinn er afar spennandi hjá félaginu og liðið ætlar að skemmta sér vel við að spila góðan handbolta fyrir framan bestu stuðningsmenn landsins. Að mæta á leik hjá Akureyri Handboltafélag er góð skemmtun, áfram Akureyri!